Umhverfisnefnd

110. fundur 24. ágúst 2011 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

110. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, mánudaginn 11. júlí 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Gerður var verksamningur við Gretti Hjörleifsson þar sem gert var ráð fyrir að skilað væri inn vikulegum verkskýrslum. Verkskýrslur skiluðu sér ekki á réttum tíma og komið hefur í ljós að verkið er komið fram úr áætlun. Grettir hefur boðist til að gefa afslátt af vinnunni vegna þessa.
ákveðið að ljúka við að fara yfir jaðarsvæði, þ.e.a.s. í innanverðum Eyjafjarðardal og Sölvadal og hætta eitrun í ár að því loknu.
Kallað var á Gretti inn á fundinn og samið um að með þeirri yfirferð verði heildarreikningur 2,7 Mkr.
   
2.  1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
Fyrstu drög að samningin skoðuð og verða fundarmenn í tölvusamskiptum varðandi framhaldið.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?