Umhverfisnefnd

108. fundur 18. maí 2011 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur

108 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 17. maí 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Georg Hollanders og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Brynhildur Bjarnadóttir, formaður.

 

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Farið yfir verksamning við verktaka. Athugasemdir gerðar við eina grein í samningnum og ákveðið að umorða hana. ákveðið að setja auglýsingu í sveitapóst og kynna þar fjórða framkvæmdarár verkefnisins.

   
2.  1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
 Ræddar ólíkar útfærsluleiðir í tengslum við gerð á verksamningi vegna þjónustu á gámasvæði. ákveðið að stefna á að byggja upp eitt vaktað gámasvæði. Skoða þarf sérstaklega útfærslu fyrir sumarhús í sveitafélaginu. Einnig ræddar ólíkar útfærslur á sorphirðu. ákveðið að taka lífrænt sorp í þéttbýli en bjóða upp á jarðgerðartunnu sem valkost í dreifbýli. Tíðni tæminga á flokkuðu, óflokkuðu og lífrænu sorpi ræddar. ákveðið að fá aðila frá Norðlenska gámafélaginu á fund með nefndinni til að ræða ólíkar útfærsluleiðir og undirbúa samningagerð. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. september næstkomandi. 
   

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:10

Getum við bætt efni síðunnar?