106 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 8. mars 2011 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Georg Hollanders og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Brynhildur Bjarnadóttir, formaður.
Arnar árnason oddviti sat fundinn við umræður um 1. lið á dagskrá.
Dagskrá:
1. 1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
Farið yfir tilboð í sorphirðu og rætt um einstaka þætti og útfærslur tilboðanna. Nefndin leggur til eftirfarandi: í fyrsta hluta;
sorphirðu frá heimilum og fyrirtækum verði gengið til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands (miðað við frávik 1), í
annan hluta; umhleðslu og akstur óflokkaðs úrgangs verði gengið til samninga við íslenska Gámafélagið, í þriðja hluta;
umsjón gámasvæða verði gengið til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands og í fjórða hluta; akstur dýrahræja
verði samið við Vegun. Varðandi fjórða hluta hefur lægstbjóðandi óskað eftir að falla frá tilboði sínu.
2. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Rætt um að endurnýja samning við verktaka. Sveitastjóra falið að útbúa nýjan samning þar sem nánar er kveðið
á um almennt utanumhald verksins, framvindu þess og mánaðarlegt kostnaðaruppgjör.
3. 1103003 - Dagur umhverfisins 2011
Almennt rætt um dag umhverfisins og ákveðið að bjóða ekki upp á sérstaka dagskrá þetta árið þar sem framundan er
mikil kynningarherferð í sorp- og flokkunarmálum.
4. 1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
ákveðið að boða fagmenn á þessu sviði á fund til að fá upplýsingar um það hvaða gögn eru til í
þessu samhengi og hvaða gagna þyrfti að afla til að framkvæma verkið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05