Umferðarnefnd

15. fundur 11. desember 2006 kl. 22:04 - 22:04 Eldri-fundur

15. fundur umferðarnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 7. nóvember. 2003 kl. 17.00.
Mættir: ísleifur Ingimarsson, Rögnvaldur Guðmundsson og Einar Jóhannsson.
Fundaritari, Rögnvaldur Guðmundsson.

Dagskrá:
1. Umfjöllun um uppbyggingu vega í sveitarfélaginu og æskilega forgangsröðun.


1. Umfjöllun um uppbyggingu vega í sveitarfélaginu og æskilega forgangsröðun
Nefndin leggur til að vegaframkvæmdum verði hagað með eftirfarandi hætti og forgangsraðað.

Smærri framkvæmdir:

1. Lögð verði meiri áhersla á að bæta viðhald malarvega með ofaníburði og heflun.
2. Slá þarf vegakanta í sveitarfélaginu þar sem gróður er orðinn það mikill að hann skapar skilyrði fyrir snjósöfnun.
3. Athuga með lækkun hámarkshraða við; Stokkahlaðir, Espihól, Hólshús og Varðgjárveg.
4. Vakin er athygli á vaxandi umferð á vegi upp í Brúnahlíðarhverfi sem er vaxandi byggð og vegurinn taki mið af því.
5. Vegurinn suður frá Kristnesi verði lagfærður sérstaklega næst byggðinni við Kristnes.
6. Lagt er til að Vegagerðin kanni hvort auka megi öxulþunga á vegum framan miðbrautar, eða veita undanþágu fyrri mjólkurflutninga.


Stærri framkvæmdir:

1. Lögð verði áhersla á að ljúka sem fyrst gerð hringtorgs á Hrafnagilssvæðinu til móts við innkeyrslu í Reykárhverfi til að draga úr hraða umferðar á svæðinu og auka öryggi barna sem leið eiga í Hrafnagilskóla og annarra gangandi vegfaranda.
2. Vegagerðin hefjist þegar handa að gerð áætlunar um framtíðarskipulag vega í framanverðum Eyjarfirði, þar sem lögð verði áhersla á eina aðalstofnbraut, sem gæti tengst hálendisvegi fram úr Eyjafirði.
3. árið 2006 er á áætlun endurbygging vegarins frá Sandhólum að Nesi. Nauðsynlegt er að þessum áfanga verði flýtt og stigið stærra skref í að byggja upp veginn alla leið fram að Leyningshólum. Kannað verði með leiðina austur yfir t.d. með því að brúa Eyjafjarðará í nágrenni Hóla.
4. Lögð verði áhersla á að klára vegagerð frá Rútsstöðum fram að Fellshlíð. Einnig er nauðsynlegt að vegurinn færist af hlaðinu á Möðruvöllum og ný brú verði byggð í stað núverandi Stíflubrúar, sem er mjög hættuleg allri umferð í dag.

Nefndin leggur til að sveitarstjóri komi þeim skilaboðum til íbúa í sveitarfélaginu, að þeir leggi helst ekki bílum sínum á þjóðveginn, þegar þeir komast ekki heim vegna ófærðar. þar sem þetta skapar mikla hættu og veldur erfiðleikum við snjómokstur á vegunum.



Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?