124. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 9. apríl 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Valur ásmundsson aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður og
Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björk Sigurðardóttir, fundarritari.
Dagskrá:
1. 1302007 - Eyðing skógarkerfils með vegum - styrkumsókn til Vegagerðarinnar
2013
Vegagerð ríkisins hefur samþykkt að veita umhverfisnefnd styrk að upphæð 500.000 kr. til eyðingar kerfils í vegköntum. Formanni falið
að vinna að rannsóknaráætlun fyrir verkið.
2. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Rætt var um aðgerðar - og framkvæmdaráætlun fyrir árið 2013. Sveitastjóra er falið að vinna nánar að undirbúningi
komu Seeds hópsins sem fyrirhugað er að fá til landsins í byrjun júni. Formaður sér um að fullvinna áætlunina og senda
landbúnaðar - og atvinnumálanefnd til kynningar.
Umhverfisnefnd skorar á Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar að slást í lið með Eyjafjarðarsveit í baráttunni gegn útbreiðslu og við
eyðingu skógarkerfils. á landamærum þessara sveitarfélaga er víða að finna miklar kerfilsbreiður og því nauðsynlet að
bæði sveitarfélögin vinni að þessu mikilvæga verkefni.
3. 1212003 - Skógræktarfélag íslands samþykkir ályktun varðandi
lúpínu
Lagt fram til kynningar.
4. 1302018 - Reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins - beiðni um
umsögn
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30