Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2210043 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022
Sveitarstjórn fundar með skipulagsnefnd og skipulagshönnuðum vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Til funadar mættu Benjamín Örn Davíðsson, Hákon Bjarki Harðarson og Anna Guðmundsdóttir úr skipulagsnefnd, Arnar Ólafsson skipulagsfulltrúi auk Ómars Ívarssonar og Atla Steins Sveinbjörnssonar skipulagshönnuðum frá Landslagi.
Farið var yfir drög að skipulagslýsingu. Skipulagshönnuður uppfærir tillögu og leggur fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20