Skólanefnd

190. fundur 24. nóvember 2010 kl. 08:49 - 08:49 Eldri-fundur

190 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, þriðjudaginn 23. nóvember 2010 og hófst hann kl. 20:15.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók


Dagskrá:

1.  1011011 - Umsókn um niðurgreiðslu á skólavist
 Skólanefnd felur skólastjóra að afgreiða umsókn um námsvist utan lögheimilssveitarfélags.


2.  1010004 - Skólastefna sveitarfélagsins
 Skólanefnd leggur til að eftirfarandi aðilar skipi starfshóp til að vinna drög að skólastefnu fyrir sveitarfélagið.
Sigríður Bjarnadóttir frá skólanefnd, Karl Frímannsson frá Hrafnagilsskóla, Eiríkur Stephenssen frá tónlistarskólanum, Lilja Sverrisdóttir frá foreldrafélagi grunnskóladeildar, Bjarkey Sigurðardóttir frá foreldrafélagi leikskóladeildar, Anna Guðmundsdóttir frá starfsmönnum grunnskóladeildar og þorvaldur þorvaldsson frá starfsmönnum leikskóladeildar.  


3.  1010009 - Gjaldskrá Hrafnagilsskóla 2010-2011
 Skólanefnd leggur til 5% hækkun á leikskólagjöldum og að fæðisgjald í leikskóla fylgi verðbreytingum í mötuneyti Hrafnagilsskóla í framtíðinni.  Einnig rætt um samræmingu afsláttarkjara á vistunargjöldum í leik- og grunnskóladeild.  Karli falið að taka saman yfirlit um kostnað við slíka samræmingu.
   

4.  1011012 - Fjárhagsáætlun 2011
 Skólanefnd leggur til hækkun á fjárhagsáætlun vegna kennnslu í heimilisfræði og valgreinakennslu alls  5,6 mkr.
Að öðru leyti er lagt til að fjárhagsáætlun verði óbreytt í krónutölu miðað við áætlun 2010.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30

Getum við bætt efni síðunnar?