Skólanefnd

186. fundur 10. mars 2010 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur
186 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 9. mars 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Friðleifsson, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Valgerður Jónsdóttir, Karl Frímannsson, þorvaldur þorvaldsson, Indíana ósk Magnúsdóttir, Jónas Vigfússon og Hulda M Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.



Dagskrá:

1.     1003005 - Skóladagatöl skólanna 2010-2011
Lögð voru fram skóladagatöl fyrir leikskóla, 2. útgáfa og grunnskóla, 3. útgáfa, fyrir skólaárið 2010-2011. Skólanefnd samþykkir skóladagatölin.
         

2.     0803049 - Hönnun skólalóðar.
Fjallað var um hönnun skólalóðar sbr. teikningasett frá X2 hönnun og skipulag dags. 19.12.2008. Sama teiknistofa vinnur nú að deiliskipulagi svæðisins í kring um skólann. ákveðið að óska eftir kynningu á skipulaginu og ítrekuð fyrri ósk um fjárveitingu til að hefja framkvæmdir við lóðina.
         

3.     0811001 - Skólastefna Hrafnagilsskóla
Málinu frestað.

        
4.     0905003 - Starfsmannamál grunn- og leikskóla
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri kynntu stöðu starfsmannamála í grunn- og leikskóla. Búið er að ráða inn nýjan starfsmann í leikskóla tímabundið vegna veikinda. þá hefur börnum fjölgað og álag aukist og því þarf að ráða í eitt og hálft stöðugildi í viðbót út skólaárið.

        
5.     1003006 - Hrafnagilsskóli - Töluleg gögn
Skólastjóri lagði fram tölulegar upplýsingar um grunnskólastarf í Hrafnagilsskóla. Yfirlitið nær aftur til ársins 2006 og nær yfir nemendafjölda, kennslustundir, rými, stöðugildi, tölvur, samræmd próf og kostnað.
Lagt er til að sambærilegt yfirlit verði lagt fram um leikskóladeild.
 
         
6.     0802049 - Verklagsreglur skólanefndar
Rætt var um verklagsreglur skólanefndar í samræmi við bókun 184. fundar skólanefndar 20.10.2009. Einnig þarf að endurskoða  erindisbréf skólanefndar.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00
Getum við bætt efni síðunnar?