183. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 20. ágúst 2009 og hófst hann kl. 21:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Aníta
Jónsdóttir, Karl Frímannsson, Anna Guðmundsdóttir, þorvaldur þorvaldsson, Indíana ósk Magnúsdóttir, Brynhildur
Bjarnadóttir, Margrét ívarsdóttir,
Fundargerð ritaði: Aníta Jónsdóttir , áheyrnarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0908011 - Leikskólinn Krummakot - kynning á stöðu mála haust 2009
þorvaldur kynnir stöðu mála í leikskólanum. Fjallað um starfsmannamál og fjölda barna í leikskólanum auk rekstrastöðu
skólans. Almennt góð staða í leikskólanum.
2. 0908012 - Hrafnagilsskóli - kynning á stöðu mála haust 2009
Karl kynnir stöðu mála í Hrafnagilsskóla. Kynntir eru skipulagsþættir varðandi samruna leik- og grunnskóla. Fjallað um rekstrarstöðu
skólans og starfsmannamál. Nemendafjöldi svipaður og undanfarin ár. Rætt um stöðu skólalóðar. Sama rekstrarfyrirkomulag er á
skólaakstri og mötuneyti og verið hefur.
3. 0908013 - Hrafnagilsskóli - Opnunartími skólavistunar 2009-2010
Karl leggur til að opnunartími skólavistunar verði styttur um klukkustund á dag, þ.e.a.s. til 16:15. Tillagan samþykkt.
4. 0905002 - Skóladagatal leikskóla 2009-2010
Endanlegt skóladagatal fyrir leikskóla lagt fram og það samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30