Skólanefnd

181. fundur 04. mars 2009 kl. 11:18 - 11:18 Eldri-fundur
181. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 3. mars 2009 og hófst hann kl. 20:30
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Inga Björk Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Karl Frímannsson, Anna Guðmundsdóttir, þorvaldur þorvaldsson, Guðlaug Tryggvadóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Sigríður Bjarnadóttir , formaður


Dagskrá:

1.    0902016 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2009-2010
Umræðu frestað.


2.    0803042 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2008 - 2009.
Samþykkt að stytta núverandi skólaár um tvo daga.


3.    0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 - kynning á aðgerðum
Farið yfir einstaka liði sparnaðaraðgerða.


4.    0806052 - Samrekstur skóla
Skýrsla nefndar um samrekstur grunn- og leikskóla Eyjafjarðarsveitar kynnt. í skýrslunni eru tímasetningar í framkvæmdaáætlun auk ákveðinna framkvæmdaliða ekki lengur raunhæfar. Nefndin leggur til eftirfarandi nýjar tímasetningar á breyttri framkvæmdaáætlun.

þann 1.ágúst 2009 verði:
# Skólarnir samreknir undir nafni Hrafnagilsskóla í tveimur deildum, þ.e. að leik- og grunnskóladeild taki til starfa.
# Allt starfsfólk ráðið að Hrafnagilsskóla.
# Samræmingu skólanefndar á kjaraatiðum fyrir starfsfólk sem eru utan kjarasamninga lokið.
# Samræming gjaldskrár skólasamfélagsins lokið.
# Rekstrarþættir sem skynsamlegt er að samreka komnir á fjárhagsáætlun.
# Innra skipurit fyrir bæði skólastigin í gildi.

þann 1. janúar 2010:
# Verði einn fjárhagsrammi settur fyrir skólann.
# Starfi skólinn eftir einni skólastefnu.


5.    0809001 - Afsláttarkjör í skólasamfélaginu
Skólanefnd leggur til að afsláttarkjör mötuneytis nái yfir bæði grunn- og leikskóla. þrettán heimili njóta þeirra kjara í dag en með því að færa afsláttinn yfir á leikskólastigið og miða við að þriðja barn greiði hálft gjald fyrir hádegismat, fjögur eða fleiri fái frítt, tvöfaldast sá fjöldi heimila sem nýtur góðs af niðurgreiðslunni. Miðað við núverandi fjölda barna yrði heildarupphæðinni sem yrði varið til þessa um 100 þúsundum hærri.
Skólanefndin leggur til að afsláttur námsmanna á vistun sé bundinn við að báðir foreldrar séu í námi.
Skólanefndin leggur til að afsláttarkjör verði samræmd á allri vistun, þ.e. hjá dagmæðrum, í leikskóla og skólavistun.
Tillögur þessar taki gildi frá 1. ágúst 2009.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   23:20
Getum við bætt efni síðunnar?