Skólanefnd

177. fundur 09. september 2008 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur
177. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 2. september 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Inga Björk Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Aníta Jónsdóttir, Harpa Gunnlaugsdóttir, Karl Frímannsson, Sigurveig Björnsdóttir, þorvaldur þorvaldsson,

Fundargerð ritaði:  Guðrún Harðardóttir , aðalmaður

Dagskrá:

1.    0809001 - Gjaldskrá vistunar í skólasamfélaginu
Skólanefnd óskar eftir því að starfsfólk skrifstofu sjái um samantekt á upplýsingum um gjaldskrár og afsláttarfyrirkomulag nágrannasveitafélaganna.


2.    0806052 - Samrekstur skóla
Erindisbréf og skipurit rædd.


3.    0806035 - Kynning á stöðu ráðningarmála grunnskóla skólaárið 2008-2009
Allar stöður hafa verið mannaðar.


4.    0809002 - Kynning á stöðu ráðningarmála leikskóla skólaárið 2008-2009
Allar stöður hafa verið mannaðar.


5.    0809003 - Nemendur grunnskólans
Nemendafjöldi kynntur.


6.    0809004 - Nemendur leikskólans
Nemendafjöldi kynntur. Eitt barn á biðlista sem verður tekið inn um áramót, þegar það hefur náð tilskyldum aldri.


7.    0809005 - Ný lög menntunar
Menntaþing 12. september 2008 - kynning


8.    0809006 - Skipan í skólaráð
Stefnt er að því að fullskipað verði í skólaráð í lok september nk.


9.    0803041 - Gangbrautarmál og umferðaröryggi vegfarenda við leik- og grunnskóla.
Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdir sem orðið hafa og varða umferðaröryggismál í Reykárhverfi.


10.    0803044 - Viðbótarsamningar við kennara 2008-2009.
Málið kynnt.


11.    0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
Málið kynnt. Hönnunarvinna er í gangi gagnvart skólalóð.


12.    0803045 - Hrafnagilsskóli, mynd- og handmenntastofa.
Framkvæmdir við mynd- og handmenntastofu er lokið.


13.    0809007 - íbúðir á vegum sveitarfélagsins til ráðstöfunar fyrir starfsfólk skólanna
Málið kynnt.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:32
Getum við bætt efni síðunnar?