173. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, sunnudaginn 20. apríl 2008 og hófst hann kl. Kl.
19:55
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Inga Björk Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Anna
Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Jóhann ólafur Halldórsson, Aníta Jónsdóttir,
Fundargerð ritaði: Ingibjörg ösp Stefánsdóttir , Aðalmaður
Aníta mætti á fundinn kl. 20:30.
Dagskrá:
1. 0804023 - Hrafnagilsskóli, staða fjárhagsáætlunar 2008.
Lagt fram til kynningar.
2. 0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
Skólanefnd felur skólastjóra að
vinna málið gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn.
3. 0803046 - Mótun menntastefnu sveitarfélagsins.
Karl kynnti minnisblað frá vinnuhópi sem var falið, af
sveitastjórn, að vinna að undirbúningi að mótun menntastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Skólanefnd leggur til að ráðinn verði inn verkefnastjóri til að leiða vinnu við mótun menntastefnu Eyjafjarðarsveitar og að þeirri
vinnu verði lokið eigi síðar en 1. nóvember 2008.
4. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
Minnispunktar vegna undirbúningsvinnu lagðir fram til kynningar.
Skólanefnd leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna málið áfram.
5. 0803014 - Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum - útgefinn bæklingur.
Lagt fram til kynningar.
6. 0803037 - Leikskólinn Krummakot, skóladagatal og starfsáætlun 2008-2009.
Skólanefnd leggur til að
fyrirhugaðri náms og kynnisferð fyrir starfsmenn leikskólans verði skipulögð með þeim hætti að hún rúmist í dymbilviku
eða rúmist innan vetrarfrís grunnskólans.
Formanni er falið að svara erindi frá leikskólakennurum dagsett 17. apríl 2008.
7. 0804022 - Leikskólinn Krummakot, ársskýrsla 2006-2007.
Lögð fram til kynningar.
Skólanefnd stefnir að því að form ársskýrslu verði endurskoðað og gert markvissara í framtíðinni. Málið verður
tekið upp við endurskoðun erindisbréfs skólanefndar sem er fyrirsjáanleg.
8. 0804020 - Sérkennslumál leikskóla, fyrirbyggjandi aðgerðir með talmeinafræðingi.
Lagt fram til
kynningar.
9. 0804021 - Ráðning leikskólastjóra 2008.
Lögð fyrir fyrirliggjandi drög að auglýsingu og
farið yfir atriði til breytinga og viðbóta á henni. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að keypt verði þjónusta
ráðningastofu við úrvinnslu umsókna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:10