Skólanefnd

170. fundur 12. febrúar 2008 kl. 10:48 - 10:48 Eldri-fundur

170. fundur Skólanefnd Eyjafjardarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla, þriðjudaginn 5. febrúar 2008 og hófst hann kl. 12:30

Fundinn sátu:
Guðrún Harðardóttir, Inga Björk Harðardóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Aníta Jónsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Harpa Gunnlaugsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson,

Fundargerð ritaði:  Jóhann ólafur Halldórsson ,


Dagskrá:

1.    0802002 - Málefni mötuneytis
Valdimar Valdimarsson sat fundninn.
Valdimar gerði grein fyrir starfsemi mötuneytisins. Fram kom í máli hans að á síðasta vetri fór næringarráðgjafi yfir matseðla og gerði skýrslu í framhaldinu sem tekin var til umræðu af skólastjórendum og í skólanefnd. Valdimar sagði að breytingar hefðu verið gerðar á þeim liðum matseðlanna sem næringarráðgjafinn taldi ástæðu til. áætlað er að hér eftir fari næringarráðgjafi yfir matseðla og veiti ráðgjöf annað hvert ár.
Almenn umræða fór fram um matseðla og voru fundarmenn sammála um að boðið sé upp á hollan mat í mötuneyti Hrafnagilsskóla þó á hverjum tíma sé mikilvægt að fylgjast grannt með næringarinnihaldi matvæla og hollustuþáttum. Dæmi þar um er notkun matvæla sem innihalda MSG. Fram kom í umræðunni að nær allir nemendur Hrafnagilsskóla eru í mötuneytinu og börnin borða jafnan mjög vel.


2.    0802001 - Stefnumótun - almennir punktar
Fyrir fundinum lá verklagsplagg sem umræðugrunnur að starfsáætlun ársins og stefnir nefndin að því að ræða stefnumótun og verkfleti á öðrum hverjum fundi. þannig hafi nefndin frumkvæði að umræðu um ákveðna þætti í fræðslustarfinu, samhliða hefðbundnum málum sem koma til afgreiðslu skólanefndar.
Eftir umræðu um málið var formanni falið að vinna verklagsplaggið frekar og leggja fyrir næsta fund.


3.    0802020 - önnur mál. Skólanefnd 170. fundur
Bréf frá skólastjóra Hrafnagilsskóla
Karl lagði fram bréf (fskj.1) sem varðar hönnun skólalóðar Hrafnagilsskóla þar sem ítrekaðar eru óskir um úrbætur hvað varðar leiktæki á lóð skólans. í bréfinu er einnig vikið að nauðsynlegri endurnýjun á gluggum í eldri hluta Hrafnagilsskóla. Skólanefnd ítrekar að úrbætur á þessum atriðum þurfa að fara fram hið fyrsta.

Ný grunnskólalög
Karl vakti athygli á miklum breytingum sem framundan eru á lagaumhverfi grunnskóla. þær munu bæði snerta skólastarf og m.a. hlutverk skólanefnda. Breytingar á grunnskólalögum eru til umfjöllunar á Alþingi og verði þau samþykkt taka lögin gildi 1. júlí 2008.

Staða leikskólastjóra
Anna Gunnbjörnsdóttir, leikskólastjóri, hefur tilkynnt áætluð starfslok í lok júlí næstkomandi. Formaður minnti á að í því ljósi þurfi skólanefnd að undirbúa auglýsingu á starfinu.

Bókun sveitarstjórnar
Formaður lagði fram bréf sveitarstjóra með bókun sveitarstjórnar frá 30. janúar 2008. Tilefni hennar er ályktun skólanefndar í fundargerð dags. 21.1.2008 (nr. 169) þar sem nefndin óskaði eftir að vinnuhópur um nýtingu á lóð Hrafnagilskóla og húsnæðis á vegum Eyjafjarðarsveitar skili af sér hið fyrsta.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.  
Getum við bætt efni síðunnar?