163 fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 21.ágúst 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:30
Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson
áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Starfsmannamál Krummakots.
Anna kynnti breytingar á mönnun leikskólans. Ellefu af sautján starfsmönnum Krummakots hafa fagmenntun og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.
2. Aðsókn, skipting á deildir.
Engin börn eru á biðlista og laus pláss á allar deildir. Mögulegt er að bæta við 8-12 börnum á leikskólann.
3. Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Umsókninni hafnað með vísan í samþykkt skólanefndar þar að lútandi frá nóvember 2006. Formanni falið að svara umsókninni.
4. önnur mál.
Ekkert fært til bókar.
Fundi slitið kl. 22.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.