Skólanefnd

161. fundur 13. júní 2007 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur
161. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn þriðjudaginn 12. júní 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:00.

Mættir:
Skólanefnd:
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurður Eiríksson og
Valdimar Gunnarsson

áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Starfsmannamál Krummakots.
Anna lagði fram umsókn um að aðstoðarleikskólastjóri verði ekki jafnframt deildarstjóri. Málinu til stuðnings nefndi hún að stjórnunin verði skilvirkari og markvissari og vitnaði auk þess í bókun með kjarasamingi. Samþykkt tímabundið til eins árs.
Vel gengur að ráða starfsfólk en þó vantar húsnæði fyrir einn leikskólakennara sem gerir það að skilyrði fyrir ráðningu. Einnig er verið að láta gera tilboð í ræstingu leikskólans.

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Krummakots.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar frestað fram yfir sumarfrí þar sem óvissuþættir varðandi nýtingu leikskólans og starfsmannamál eru miklir núna.

3. Framtíðaraðstaða Krummakots.
Erindi frá önnu ásamt starfsmönnum varðandi staðsetningu leikskólans í framtíðinni. Samþykkt að formaður skólanefndar og sveitastjóri fari á starfsmannafund í leikskólanum og ræði málið.
Ingibjörg ösp lagði fram eftirfarandi bókun: á skólanefndarfundi þann 14.maí sl. lagði meirihluti skólanefndar fram eftirfarandi bókun:
„Meirihluti skólanefndar leggur til að framtíðarhúsnæði leikskólans verði fyrir ofan veg á núverandi lóð“
ég tel það ekki ásættanlega starfshætti að slík bókun sé lögð fram án þess að samráð sé haft við skólastjóra og fagaðila á því sviði sem og fagaðila á sviði hönnunar. Engin greiningarvinna eða formleg þarfagreining hefur farið fram hvað framtíðar aðstöðu og/eða staðsetningu leikskóla varðar og því óljóst hvað það er sem umrædd bókun byggir á. það er ósk mín að meirihluti skólanefndar leggi fram gögn til að sýna fram á grundvöll þessarar bókunar og að málið hafi verið skoðað og metið með þar til bærum aðilum.

4. önnur mál er varða Krummakot.
Umræða ekki færð til bókar.

Aníta Jónsdóttir, Karl Frímannsson og Steinunn ólafsdóttir mættu til fundar.

5. Hraðahindranir á þjóðveginn – staða málsins sem ályktað var um í haust.
Fyrir liggja tillögur að hraðahindrunum hjá Vegagerðinni og telur skólanefnd mikilvægt að sveitarstjórn hlutist til um að gerð þeirra verði lokið hið fyrsta.

Anna Gunnbjörnsdóttir vék af fundi.

6. Starfsmannamál Hrafnagilsskóla
Sjö starfsmenn hafa hætt störfum og einn er í ársleyfi. þar af eru fimm kennarar. Ráðningu nýrra starfsmanna er að mestu lokið.


7. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla
Fyrirsjáanlegt að fjárhagsáætlun hækkar um kr. 800.000, verði kennslueldhús í mötuneyti Hrafnagilsskóla ekki tilbúið í haust, vegna kostnaðar við skólaakstur. Endurskoðun fjárhagsáætlunar frestað fram á haust.

8. Stefnumótun Hrafnagilsskóla
Karl leggur til að farið verði að huga að stefnumótun fræðslumála. Samþykkt að halda málinu vakandi og vanda til undirbúnings.

9. önnur mál er varða Hrafnagilsskóla
Ingibjörg ösp lagði til að Margrét Pála verði fengin á fund til að kynna hugmyndafræði Hjallastefnunnar. ákveðið að hafa samstarf við foreldrafélög skólanna.

Skólanefnd óskar stjórnendum og starfsfólki Hrafnagilsskóla til hamingju með íslensku menntaverðlaunin.

Skólanefnd hvetur sveitarstjórn til þess að taka nú þegar ákvörðun varðandi KSí sparkvöll en sparkvallaátaki KSí lýkur nú í sumar.
Fleira ekki fært til bókar.

Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?