160. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn mánudaginn 14. maí 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:00.
Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurður Eiríksson og
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir
Einnig mættir:
Bjarni Kristjánsson sveitastjóri og Sigurður Ingi Friðleifsson
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Framtíðarskipulag leik- og grunnskólalóða
Ræddir voru punktar úr starfi vinnuhóps og ýmsar hugmyndir um framtíðarskipulag lóðanna.
Fyrir liggur tillaga að byggingareitum A, B og C við Hrafnagilsskóla frá Arkitektastofu OG.
Skólanefnd leggur til að byggingareitur A komi þar ekki til greina.
Meirihluti skólanefndar leggur til að framtíðarhúsnæði leikskólans verði fyrir ofan veg á núverandi lóð.
Skólanefnd bendir ennfremur á að óskastaða Hrafnagilsskóla væri að sem mest af starfsemi skólans yrði undir sama þaki.
Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.