Skólanefnd

158. fundur 10. maí 2007 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur
158. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn mánudaginn 2. apríl 2007 að Syðra-Laugalandi.

Fundurinn hófst klukkan 20:00.

Mættir:    
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson

áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir
 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Krummakot fjölgun deilda – ráðning deildarstjóra.
Anna lagði fram beiðni um að fjölga deildum úr 3 í 4 og ráða þá deildarstjóra á 4. deildina.
Samþykkt að veita leikskólastjóra heimild til að fjölga deildum í 4, tímabundið næsta skólaár, og ráða þá deildarstjóra á 4. deildina.   
ákvörðun felur í sér endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.

2. Fjölgun skipulagsdaga á Krummakoti um fjóra hálfa daga.
Einnig er lögð fram beiðni um fjölgun skipulagsdaga um 4 hálfa daga til viðbótar yfir skólaárið.
Samþykkt og jafnframt mælst til að lokanir verði samræmdar frídögum grunnskólans eins og hægt er.  Einnig mun Anna kynna foreldrafélaginu fyrirhugaða lokunardaga.

Aníta Jónsdóttir, Karl Frímannsson og Steinunn ólafsdóttir mættu til fundar

3. Vinnulag skólanefndar tillaga frá Auðbjörgu Geirsdóttur og Ingibjörgu ösp Stefánsdóttir
ákveðið að halda fundi skólanefndar að jafnaði í annarri viku hvers mánaðar.  Formanni falið að vinna áætlun um fundartíma til næstu sex mánaða og kynna nefndarmönnum.  

4. Skipulag skólalóða
Málið rætt.  

5. Mötuneyti Hrafnagilsskóla – þarfagreining skólanna
Karl og Anna lögðu fram og kynntu þarfagreiningu skólanna.   þarfagreiningin samþykkt skv. fylgiskjali 1.

Anna Gunnbjörnsdóttir og Björk Sigurgeirsdóttir viku af fundi

6. Tengsl skólanefndar Eyjafjarðarsveitar við stjórn Tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar
Tillaga frá Auðbjörgu Geirsdóttur og Ingibjörgu ösp Stefánsdóttur um samþættingu yfirstjórnar fræðslumála sveitarfélagsins.
Málið rætt og ákveðið var að óska eftir sameiginlegum fundi stjórnar Tónlistarskólans og skólanefndar  Formaður gengur í málið fyrir næsta fund.  

7. áskorun frá kennurum Hrafnagilsskóla vegna uppsagnar á húsnæðisstyrk
Samþykkt svar til kennara, sjá fskj. 2.


8. Nýting á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla - erindi frá sveitarstjórn
Karl kynnti mögulega nýtingu húsnæðisins.  ákveðin var heimsókn skólanefndar og skoðunarferð um húsnæðið þann 17.apríl n.k.
 
9. Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2007-2008
Lagt fram til kynningar.

10. Kennslueldhús
Skólanefnd minnir á að kennslueldhúsið þarf að vera tilbúið til notkunar á næsta skólaári.

11. Tillaga um skipulagningu tómstundastarfs eftir skólatíma
Tillaga frá Auðbjörgu Geirsdóttur og Ingibjörgu ösp Stefánsdóttir um skipulagt tómstundarstarf eftir skólatíma.
Formanni skólanefndar, íþrótta og tómstundafulltrúa og skólastjóra var falið að kanna kostnað við framkvæmd tillögunnar.

12. önnur mál er varða Hrafnagilsskóla


Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?