157. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn 15. mars 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 15:00.
Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson
áheyrnarfulltrúar:
Kristín Kolbeinsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Starfsmannamál Krummakots
Búið er að ráða nýjan starfsmann á Krummakot, Halldóru Vilhjálmsdóttur, sem lýkur leikskólakennaraprófi í vor. Jóhanna Elín sem ráðin var í afleysingar fyrir Svanhildi, sem er í leyfi, er nú að hætta. Enginn hefur verið ráðinn í staðinn, en einhverjar umsóknir hafa borist.
Anna lagði fram beiðni um að fjölga deildum úr 3 í 4 og ráða þá deildarstjóra á 4. deildina. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Einnig er lögð fram beiðni um fjölgun skipulagsdaga um 4 hálfa daga til viðbótar yfir skólaárið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
2. Ráðstefnan "Kulturelle uttryksformer”
Anna kynnti væntanlega heimsókn tveggja leikskólakennara frá Danmörku í tengslum við ráðstefnuna.
3. Skýrsla frá ferð til New York
Anna kynnti heimsókn leikskólastjóra til New York.
4. þjónusta frá eignarsjóði
Málið rætt.
5. önnur mál er varða Krummakot
Björk Sigurgeirsdóttir, f.h. stjórnar foreldrafélags Krummakots, æskir þess að hafa gott samstarf við nefndina um framtíðarskipulag skólalóðanna.
Kristín Kolbeinsdóttir, Karl Frímannsson og Steinunn ólafsdóttir mættu til fundar
6. Námskeið fyrir skólanefndir - efni miðlað til áheyrnarfulltrúa
Sigurður skýrði frá námskeiðinu í stórum dráttum. ákveðið að taka það til umfjöllunar síðar og jafnvel hafa til þess sérstakan fund.
Björk Sigurgeirsdóttir vék af fundi.
7. Skipulag skólalóðar
Nefndin óskaði eftir að skipunartími nefndarinnar um framtíðaraðstöðu skólanna verði framlengdur til loka maí en skili af sér tillögu að framkvæmdaáætlun í lok apríl.
Karl sagði aðkallandi að gera eitthvað varðandi leiktæki á skólalóðinni, fjarlægja það sem þarf og setja nýtt, helst fyrir næsta haust.
8. Mötuneyti Hrafnagilsskóla
Nefndin óskaði eftir því við Karl og önnu að þau geri þarfagreiningu mötuneytis og leggi það fram á næsta fundi.
Anna Gunnbjörnsdóttir vék af fundi
ákveðið að óska eftir því við Valdimar að gera kostnaðaráætlun varðandi það að hafa ávexti og grænmeti í boði fyrir nemendur á morgnana.
9. Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2007-2008
Karl lagði fram tillögu um að grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli hafi samstarf um gerð skóladagatals.
10. áskorun frá kennurum Hrafnagilsskóla vegna uppsagnar á húsnæðisstyrk
Frestað til næsta fundar.
11. Stuðningsbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanema
Samþykkt að leggja kr. 20.000 til keppninnar.
12. Nýting á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla - erindi frá sveitarstjórn
Frestað til næsta fundar.
13. önnur mál er varða Hrafnagilsskóla
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 17.45.
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.