Dagskrá:
1. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2025-2026 - 2503039
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Krummakots veturinn 2025-2026 verði samþykkt.
Vegna athugasemda í bréfi frá foreldraráði Krummakots bendir skólanefnd á að í upphafi skólaárs 2024 voru heildar árleg dvalargjöld á Krummakoti lækkuð um sem nemur 20 dögum og lækkuðum kostnaði foreldra vegna þess dreift jafnt yfir mánuði ársins. Samsvarar þetta heildarfjölda skráningardaga á ári en foreldrar sem þá daga nýta greiða síðan sérstaklega fyrir þá samkvæmt gjaldskrá. Afsláttur vegna skráningardaga hefur því verið innleiddur í gjaldskrána sjálfa og kemur ekki lengur fram á reikningum.
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Skólanefnd hvetur til þess að sem fyrst verði hugað að nýtingu kennsluhúsnæðis Hrafnagilsskóla með tilliti til breytinga á núverandi húsnæði og aðstöðu í kjallara. Taka þarf tillit til bæði kennslu, sérkennslu og frístundastarfs.
3. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2025-2026 - 2503036
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Hrafnagilsskóla veturinn 2025-2026 verði samþykkt.
4. Hrafnagilsskóli - Foreldrakönnun Skólapúlsins vorið 2025 - 2503037
Skólanefnd lýsir ánægju með jákvæða niðurstöðu úr foreldrakönnun Skólapúlsins.
5. Hrafnagilsskóli - Foreldrakönnun, árshátíðir - 2503038
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla fór yfir niðurstöður foreldrakönnunar vegna árshátíða skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:35