Skólanefnd

268. fundur 01. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
  • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakoti
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Signa Hrönn Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarki Oddsson ritari
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027.
Enn á eftir að uppfæra launalið og skólaakstur. Að öðru leyti gerir skólanefnd ekki athugasemd við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Samþykkt
 
2. Leikskólinn Krummakot - Beiðni um hækkun á starfshlutfalli sérkennslustjóra - 2310028
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti minnisblað um beiðni um hækkun á starfshlutfalli sérkennslustjóra.
Skólanefnd leggur til að erindið verði samþykkt.
Samþykkt
 
3. ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 - 2308007
Skólanefnd leggur til að styrkumsókn ADHD samtakanna verði hafnað. Skólastjórar Hrafnagilsskóla og Krummakots eru hvattir til að kynna sér þá þjónustu og fræðslu sem ADHD samtökin hafa upp á að bjóða.
Hafnað
 
4. Opnunartími leiksólans Krummakot - 2310032
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti minnisblað um opnunartíma leikskólans Krummakot.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að opnunartími Krummakots verði styttur frá áramótum frá kl. 16:30 til kl. 16:15. Þessi tími er illa nýttur og því kostnaðarsamur fyrir sveitarfélagið. Auk þess hefur reynst erfitt að manna leikskólann og sérstaklega þennan vinnutíma.
Samþykkt
 
5. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - lóð og tæki - 2310004
Lagt fram minnisblað um húsnæðismál leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40
Getum við bætt efni síðunnar?