Dagskrá:
1. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2022-2023 - 2203006
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Hrafnagilsskóla.
Samþykkt
2. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2022-2023 - 2203007
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal leikskólans Krummakots.
Samþykkt
3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Samþykkt
4. Framtíðarskólastarf í nýju húsnæði - 2203008
Lagt er til að sveitarstjórn hefji sem fyrst formlegan undirbúning skólastarfs að loknum endurbótum og viðbyggingu. Við undirbúning verði meðal annars horft til þátta sem fram koma í minnisblaði sem lagt er fram á fundinum.
Samþykkt
5. Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2203009
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 lögð fram til kynningar. Umræður.
Samþykkt
6. Áhrif Covid-19 á skólastarfið - 2203011
Minnisblöð skólastjórnenda um áhrif Covid-19 á skólastarf leikskólans Krummakots og Hrafnagilsskóla lögð fram til kynningar. Skólanefnd þakkar stjórnendum og öðru starfsfólki fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við að takast á við þær áskoranir sem Covid-19 faraldrinum hafa fylgt.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:31