Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2022 - Skólanefnd - 2110054
Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsstöðu fræðslumála eins og hún var á haustmánuðum og drög að fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2022. Nefndin mælir með að áætlunin verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.
Samþykkt
2. Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2021-2022 - 2109027
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2021-2022 lögð fram til kynningar.
Samþykkt
3. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál - 2111011
Anna Guðmundsdóttir formaður fór yfir ályktun bæjarráðs Árborgar dags. 30. september 2021 um leikskólamál. Nefndin tekur undir ályktunina og bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. október 2021 um málið.
Samþykkt
4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Formaður fór yfir minnisblað dags. 23. nóvember 2021 um stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15