Skólanefnd

256. fundur 09. júní 2021 kl. 12:30 - 13:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Baldur Helgi Benjamínsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Eiður Jónsson
  • Sunna Axelsdóttir
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri
  • Erna Káradóttir skólastjóri
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Silja Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Viðmiðun um inntöku yngstu leikskólabarnanna - 2106005
Erna Káradóttir leikskólastjóri fór yfir reglur Krummakots um inntöku yngstu leikskólabarnanna. Reglurnar verði uppfærðar fyrir næsta fund skólanefndar.
Samþykkt

2. Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi - 2104016
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar í 6.-10. bekk Hrafnagilsskóla skólaárið 2020-2021.
Samþykkt

3. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla - 2105032
Formaður greindi frá því að Hrafnagilsskóli hefði frest til 14. júní n.k. til að skila umbótaáætlun. Áætlunin verði tekin fyrir á næsta fundi skólanefndar.
Samþykkt

4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Formaður fór yfir minnisblað dags. 9. júní 2021 um stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla. Skólanefnd telur afar mikilvægt að tekið sé tillit til sjónarmiða stjórnenda og starfsmanna skólanna í hönnun á innra skipulagi bygginganna. Skólanefnd leggur til að boðað verði til fundar ráðgjafa um hönnun og fulltrúa starfsfólks leikskóla til að ræða skipulag deilda.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?