Skólanefnd

255. fundur 21. apríl 2021 kl. 12:00 - 13:40 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Baldur Helgi Benjamínsson
  • Eiður Jónsson
  • Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnafulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Jóhanna Gísladóttir áheyrnafulltrúi
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri
  • Erna Káradóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Skólatagatal 2021-2022 - 2104015
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti skóladagatal Krummakots 2021-2022.
Samþykkt

2. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2021-2022 - 2103035
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti skóladagatal Hrafnagilsskóla 2021-2022.
Samþykkt

3. Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi - 2104016
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir niðurstöður Skólapúlsins 2020-2021 sem eru hluti af innra mati skólans. Verða þær nýttar í umbótaáætlun Hrafnagilsskóla.
Samþykkt

4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Anna Guðmundsdóttir formaður skólanefndar fór yfir minnisblað dags. 21. apríl 2021 um stöðu húsnæðismála leik- og grunnskóla. Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi teikningar af leik- og grunnskóla. Stjórnendur skólanna og nefndarmenn ræddu ýmis sjónarmið varðandi teikningarnar. Skólanefnd leggur til að komið verði á fundi stjórnenda skólanna með framkvæmdaráði og arkitektum til að ræða ábendingar varðandi hönnun og útfærslu.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40

Getum við bætt efni síðunnar?