Dagskrá:
1. Skólanefnd - Breytingar á skóladagatali leikskólans - 2101012
Fyrir fundinum liggur beiðni frá leikskólanum Krummakoti um breytingu á skóladagatali fram að sumarlokun 2021 vegna styttingu vinnutíma starfsmanna, ásamt umsögn foreldrafélags leikskólans vegna hennar. Málið rætt mjög ítarlega. Skólanefnd samþykkir beiðnina en leggur áherslu á að fyrir næsta skólaár þarf varanleg lausn að liggja fyrir við gerð skóladagatals, í samræmi við kjarasamninga.
Samþykkt
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir minnisblað um stöðu málsins.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15