Skólanefnd

155. fundur 11. desember 2006 kl. 22:02 - 22:02 Eldri-fundur

155. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn mánudaginn 27. nóvember 2006 í Vallartröð 3 og Hrafnagilsskóla.

Fundurinn hófst klukkan 13:00.


Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson
áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir
 

1. Fjárhagsáætlun Krummakots 2007.

Lokið var við drög að fjárhagsáætlun 2007.  
 - Skólanefnd leggur áherslu á að þjónusta Krummakots verði ekki skert þrátt fyrir þörf á aðhaldi í rekstri..
 - Skólanefnd vill nýta húsrými og stöðugildi starfsfólks til fullnustu og fól önnu að bjóða foreldrum barna á biðlista ávallt vistun fyrir börn sín eins og aðstæður leyfa.  Stöðugildi og barngildi leyfa nú 5 til 6 börn til viðbótar.
 - Skólanefnd leggur áherslu á að ekki sé greitt með börnum í dagvistun í öðrum sveitarfélögum þegar viðeigandi dagvistunarrými er laust á Krummakoti.

2. Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla 2007.

Lokið var við drög að fjárhagsáætlun 2007. 
 - í fjárhagsáætlun felst viðbótarsamningur vegna þriggja kennara vegna einstaklingsmiðaðs náms.   
 - Jafnframt leggur skólanefnd til að húsnæðisstyrk til starfsmanna skólans og Krummakots verði sagt upp.  
 - Inni í fjárhagsáætlun eru einnig kaup á 15 fartölvum og tilheyrandi búnaði til skólans.


önnur atriði tengd fjárhagsáætlun 2007:
 - Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að gera ráð fyrir nauðsynlegum grunnbúnaði og viðhaldi á skólastofum í fjárhagsáætlun eignasjóðs en erindi þar að lútandi hefur verið sent eignasjóði. 
 - Skólanefnd telur ástæðu til að ítreka það að óbundnum kostnaðarliðum fræðslumála verði ekki ráðstafað án samráðs við skólanefnd eða skólastjóra.


Fundi slitið kl. 18:30
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir

Getum við bætt efni síðunnar?