153. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn 19. október 2006 í Hrafnagilsskóla.
Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson
áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Karl Frímannsson,
ólöf Huld Matthíasdóttir og
Steinunn ólafsdóttir
1. Fundarsetning.
Formaður setti fund. Guðrún Harðardóttir var skipaður ritari nefndarinnar.
2. Viðbygging Krummakots - staða og horfur.
Anna Gunnbjörnsdóttir kynnti stöðu mála varðandi viðbygginguna en áætlað er að taka hana í notkun um næstu mánaðamót og verður Krummakot lokað þann 30. október vegna þess.
3. önnur mál er varða Krummakot.
Anna lagði fram kostnaðaráætlun upp á u.þ.b. 400.000 krónur vegna verkefnisstjóra.
Starfsmannamál leikskólans rædd lítillega.
áheyrnarfulltrúar Hrafnagilsskóla mættu til fundar.
4. þagnareiður vegna trúnaðarmála.
Nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar undirrituðu eið um lögbundna þagnarskyldu.
5. Umferðaröryggi við skólana.
Rætt um mögulegar aðgerðir til að auka umferðaröryggi við skólann. Eftirfarandi samþykkt:
Skólanefnd skorar á sveitarstjórn að gangast nú þegar fyrir gerð hraðahindrunar á veginum ofan Hrafnagilsskóla.
6. Nefnd um skipulag lóðar og framtíðaraðstöðu leikskóla og grunnskóla.
Tillaga að erindisbréfi nefndarinnar var lögð fram og samþykkt.
Skólanefnd tilnefnir Sigurð Eiríksson og Ingibjörgu ösp Stefánsdóttur til starfa í nefndinni.
7. Mötuneyti - svar frá sveitarstjórn.
Formaður kynnti svar sveitarstjórnar vegna stjórnsýslu við mötuneytissamning.
áheyrnarfulltrúar Krummakots viku af fundi.
8. Staða fjárhags Hrafnagilsskóla og frávik frá áætlun.
Karl kynnti stuttlega stöðu fjárhags og helstu frávik frá áætlun.
9. Skólaakstur.
Rætt var um framkvæmd skólaaksturs það sem af er skólaárinu.
10. Kennslueldhús.
Kynnt staða málsins.
11. Sundkennsla.
Rætt var um fyrirkomulag sundkennslu. ákveðið að bæta nemendum upp þá sundkennslu sem þeir urðu af á síðasta skólaári eftir nánari útfærslu skólastjóra.
12. önnur mál er varða Hrafnagilsskóla.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 22.30
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir