150. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar var settur í Krummakoti kl 20:10 mánudaginn 22. maí 2006.
þessir sátu fundinn: Jóhann ó. Halldórsson, Arnar árnason, Aðalsteinn Hallgrímsson, Valdimar Gunnarsson, Tryggvi Heimisson, Lilja Sverrisdóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir og ólöf Matthíasdóttir
Eitt mál lá fyrir fundinum, greinargerð starfshóps um lausn á húsnæðisvanda leikskólans Krummakots, sbr. síðustu fundargerð, 2. tölulið.
Starfshópurinn hafði kannað möguleika á að útvega húsnæði á skólasvæðinu en sá kostur þótti mjög óhagkvæmur og í raun ekki tækilegur.
þá var kannað hvaða og hvers konar hús væru í boði til að reisa við núverandi leikskóla.
Tillaga hópsins er að keypt verði og sett upp tvö sumarhús, hvort um sig ca 60 m2 að grunnfleti. Verði húsin sett austan við núverandi leikskóla (Siglufjarðarhúsin) og tengd með tengibyggingu. Með því að byggja yfir verandir húsanna og með tengigangi má gera ráð fyrir að viðbótin nemi allt að 150 m2 . Auk þess er ris á húsunum sem nota má til aðstöðu fyrir starfsfólk.
áætlað verð á húsunum tveimur er ríflega 10 millj. og sennilega kostar h.u.b. 5 millj. að koma þeim niður og tengja við leikskólann.
Skólanefnd telur að ekki sé neinna annarra kosta völ í stöðunni en að samþykkja þessa tillögu starfshópsins enda verður með því leystur hinn brýni vandi sem nú blasir við og gefst auk þess svigrúm til að undirbúa varanlega lausn á húsnæðismálum skólans. Skólanefnd telur mjög brýnt að slík undirbúningsvinna hefjist sem allra fyrst.-
Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl. 20:45
Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.