Skólanefnd

145. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

145. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn miðvikudaginn 9. nóv. 2005 í Hrafnagilsskóla.

Mætt voru: Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Valgerður Jónsdóttir, Arnar árnason, Lilja Sverrisdóttir, Tryggvi Heimisson, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir


1. ákvörðun um gjaldskrár
Formaður skólanefndar ræddi um möguleika á breytingu á gjaldskrá leikskóla, jafnvel að fella niður gjöld s.s. gert er í stærstu sveitarfélögum. Fram kom að víða er verið að hækka gjaldskrá u.þ.b. í samræmi við verðlagshækkanir.  Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:

í  tengslum við undirbúning starfsáætlana í fræðslumálum 2006 samþykkir skólanefnd að gjaldskrá á leikskólanum Krummakoti og í skólavistun Hrafnagilsskóla verði óbreytt. Með því er gjaldheimta í þessum flokkum áfram meðal þess lægsta sem gerist á svæðinu, sem er í takti við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun íbúa og þjónustu við barnafjölskyldur.

Var nokkuð rætt um afsláttarkjör og önnur frávik frá reglulegri gjaldskrá. Síðan var tillagan samþykkt samhljóða.


2. Staða fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson skýrði stöðuna eins og hún er pr. 8. nóv. Sumir liðir hafa ekki verið uppfærðir svo hæpið er að rýna skarpt í tölur þeirra. Einfaldur framreikningur bendir til að niðurstaða í árslok muni verða nánast á sléttu miðað við áætlun. þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefur tekist að mæta hækkunum vegna starfsmats o.fl. enda skilaði sér helmingur rekstrarafgangs síðasta árs, sem nam u.þ.b. 1,8 millj. króna.


3. Drög að starfsáætlun Hrafnagilsskóla
Karl gerði stuttlega grein fyrir líklegri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, skv. þessum forsendum:

a. Verðbólguspá er 4%
b. Kennaralaun hækka um 2,5%
c. önnur laun hækka um 2,5%
d. óvissa er með kostnað v/ skólaaksturs, húsnæðis, mötuneytis og samnings við Akureyrarbæ fyrir skólaþjónustu.

Einnig lagði hann fram forgangsröðun vegna aðstöðu og búnaðar. þar er einkum um að ræða stofnbúnað sem fellur utan fjárhagsáætlunar stofnunarinnar sjálfrar.
Ekki hefur verið mótuð stefna um það hver eigi að vera stofnbúnaður í hverri kennslustofu og taldi Karl brýnt að móta slíka stefnu og skilgreina nákvæmlega. Kostnaður vegna innréttinga í tvær stofur hefur verið greiddur af rekstrarfé skólans en það má kallast fullkomið álitamál.


4. Staða fjárhagsáætlunar Krummakots
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála eins og nú horfir. Launaliður hefur hækkað um nær 5 millj. frá því sem áætlað var og er að hluta til vegna launahækkana en einnig vegna aukinnar (yfir)vinnu, leikskólakennari var ráðinn í stað ólærðs starfsmanns, einnig hafði nýtt starfsmat nokkur áhrif. Tekjuaukning er h.u.b. 1,2 millj. (vistunargjöld og fæðissala). Aðrir rekstrarliðir standa nokkurn veginn í stað.


5. Drög að starfsáætlun Krummakots 2006
Anna lagði fram nokkrar athugasemdir vegna væntanlegrar fjárhagsáætlunar fyrir 2006. Laun leikskólakennara hækka um 2,5% en um 3,5% hjá ófaglærðum. Núgildandi samningar leikskólakennara renna út 30. sept. nk. óskað er eftir hækkun nokkurra liða umfram verðlagshækkanir; niðurstöður annars rekstrar á fjárhagsáætlun gætu þá orðið 14.718.720, sem er hækkun um
6,7% frá því sem áætlun 2005 gerir ráð fyrir.


6. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála 2006
Formaður skólanefndar gerði stuttlega grein fyrir helstu verkefnum sem liggja fyrir skólanefnd árið 2006. Auk hefðbundinna verkefna, skv. starfslýsingu  ber hæst annars vegar útboð skólaaksturs og hins vegar þátttaka í starfshópi til að gera áætlun um áframhaldandi uppbyggingu skólaþjónustu í sveitarfélaginu. óbundnir liðir eru Umferðarskólinn sem ætla má kr. 50.000 og óráðstafað ? til ýmissa verkefna kr. 500.000


7. ósk um breytingu á skóladagatali Krummakots 2006
Fyrir fundinum lá bréf frá skólastjóra leikskóla þar sem óskað er eftir leyfi til að færa skipulagsdag, sem ætlaður var 21. apríl, til 19. apríl ef til kæmi ferðar starfsfólks leikskólans til Kaupmannahafnar dagana 17. ? 20. apríl nk. Skólanefnd fellst á erindið.



Fleira gerðist ekki ? fundi slitið kl. 21:40

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?