Skólanefnd

143. fundur 11. desember 2006 kl. 21:58 - 21:58 Eldri-fundur

143. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 29. júní 2005 kl. 20:00
Mættir voru Elsa Sigmundsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Karl Frímannsson og Anna Gunnbjörnsdóttir.


1. Hrafnagilsskóli

a. ársskýrsla 2004 - 2005 var kynnt lauslega en verður að öðru leyti á vefsíðu skólans. þar kemur m.a. fram að árangur á samræmdum prófum í 10. bekk var góður. 
Vinnuframlag frá fjölskyldudeild (skóladeild) Akureyrar var með minnsta móti.
33 kennsludagar féllu niður vegna verkfalls. Kennslustundir verða að líkindum 41 stund færri á viku á næsta ári og nemendur 202 (204 á sl. ári.)

b. Sjálfsmatsskýrsla 2004 - 2005 Farið hefur verið yfir mat síðasta árs og sett í úrbótaáætlun það sem þörf var talin á. Ekki hefur verið ákveðið hvert verður næsta matsviðfang en komið hefur til tals að taka upp matskerfið AGN í stað Gæðagreina.

c. Kennararáðningar  Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og þóra Hjörleifsdóttir eru að fara í launalaust leyfi. Eggert Sigurjónsson, Snorri Björnsson og Anna Ringsted hætta störfum.
Bjarkey Sigurðardóttir, Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, ólöf ása Benediktsdóttir og þóra Víkingsdóttir hafa verið ráðnar í störf.

d. Staða fjárhagsáætlunar sýnir nánast alveg sama hlutfall og á sl. ári, þ.e. 48% af heildaráætlun. í trausti þess að afgangur sl. árs muni renna til skólans hafa verið fest kaup á kortabrautum og ætlunin er að kaupa innréttingar í eina stofu.
Nokkra liði þarf að endurskoða, m.a. skólaaksturinn en samningar við þá hafa verið endurnýjaðir til eins árs. Reiknilíkan SíS vegna kennaralauna hefur ekki verið uppfært til samræmis við nýja kjarasamninga. Laun kennara munu hækka 1. ágúst um 9,27%. Nýir samningar Starfsgreinasambandsins, sem eru afturvirkir frá 1. maí munu hækka laun skv. þeim um ca. 9%

e. Afgreiðsla erindis frá skólanefndarfundi 6. apríl 2005
Uppgjör Hrafnagilsskóla 2004 - bréf skólastjóra
Skólastjóri grunnskólans lagði fram bréf með ýmsum athugasemdum vegna rammaáætlunar og uppgjörs fjárhagsársins 2004. Skólastjóra var falið að fylgja athugasemdum eftir við skrifstofu og ræða heppilegar breytingar.


2. Krummakot

a. Starfsmannamál vegna komandi vetrar
Tveir starfsmenn láta af störfum og hefur verið ráðið í stað þeirra, þar af einn leikskólakennari sem þó kemur ekki til starfa fyrr en í vetrarbyrjun. E.t.v. standa starfsmannamál eitthvað tæpt í ágúst-sept. en þó eru líkur á að staðgenglar fáist.
Vegna lítillegrar þjónustuaukningar og breytinga á vinnutíma verður lítilleg aukning á starfsframlagi. það má sjá nánar í þessari töflu:

Stöðugildi skólaár 2004 - 2005 = 11.0624

Leikskólastjóri   Aðstoðarleikskstj. Stuðningsfulltrúi       Föst afleysing Stöður á deild  Eldhússtörf 
100% 4 klst. pr. mán 1.37 90,62 8.2912 0.4375

 

Stöðugildi skólaár 2005-2006 = 11.44357

Leikskólastjóri    Aðstoðarleikskstj.  Stuðningsfulltrúar   Föst afleysing Stöður á deild Eldhússtörf 
100% 4 klst. pr. mán 1,37 100% 8.63625 0.4375


Aukning á stöðugildum milli skólaár
2004-2005 11.0624
2005-2006 11.44357
Aukning 0.38117


b. Ræstingar  Komið hefur fulltrúi til að taka út ræstingu og aðstæður og er talið að tími sem til þeirra var ætlaður hafi verið of lítill en nánari greinargerð er ókomin. Ráðið hefur verið í ræstingastarf.

c. Biðlistamál  standa þannig nú að biðlisti er tómur - það kann þó aðeins að velta á fólksflutningum og séróskum foreldra.


3. Krummakot - staða fjárhagsáætlunar  bendir til að pr. 29. júní sé staðan ca. 43% af heildaráætlun. Launahækkanir eru fyrirsjáanlegar vegna ræstingar og nokkrar starfsaldurshækkanir auk alm. hækkunar 1. ágúst.  Tekjur stefna í að verða ca 1,5 millj. hærri en áætlað var.
Vegna þess að kjarasamningur hafði ekki verið samþykktur þegar gengið var frá fjárhagsáætlun var endanlegri uppsetningu launaliðar frestað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.



Fleira var ekki tekið fyrir - fundi slitið kl. 21:50

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?