Skólanefnd

137. fundur 11. desember 2006 kl. 21:55 - 21:55 Eldri-fundur

137. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl 20:15 mánudaginn 29. nóvember 2004.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson,  Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson.

Dagskrá skólanefndarfundar:

1. Gjaldskrárbreytingar 1. janúar (leikskóli og skólavistun)
2. ósk um launað námsleyfi - Umsókn frá Jófríði Traustadóttur, leikskólanum Krummakoti
3. Endurnýjun þjónustusamnings við Akureyrarbæ - afstaða skólanefndar
4. Bréf menntamálaráðuneytis vegna skipulags skólaárs grunnskóla
5. Starfsáætlun Krummakots 2005 - staða fjárhagsáætlunar
6. Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2005 - staða fjárhagsáætlunar


 

1. Formaður rakti stöðuna eins og hún virðist vera um þessar mundir en vegna verkfalls grunnskólakennara er ákvörðunum af þessu tagi víða ólokið. þess vegna er samanburður erfiður. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þjónustu. Hann lagði fram tillögu um 4,5% hækkun frá síðasta ári. Skólanefnd samþykkir tillöguna og gerir hana að sinni.

2. Málinu var frestað.

3. þjónustusamningur að því leyti er tekur til leikskólans virðist hafa nýst vel og telur skólanefnd ekki ástæðu til annars en að endurnýja hann óbreyttan.
Skólanefnd felur leikskólastjóra að taka saman minnisblað um reynslu af þjónustusamningnum og leggja fyrir sveitarstjóra.
Karl Frímannsson gerði grein fyrir afstöðu grunnskólans til þessa samnings og hvernig hann hefur reynst. M.a. taldi hann ríka ástæðu til að sérfræðiráðgjöf færðist inn í skólann í stað þess að hún færi fram utan skólans.
Síðan samningur um ráðgjafaþjónustu var gerður við Akureyrarbæ hafa aðstæður í grunnskólanum á Hrafnagili breyst verulega, m.a. vegna aukinnar menntunar starfsfólks skólans. þess vegna, er ekki heldur ástæða til að kaupa alla þjónustu sem fyrri samningur gerir ráð fyrir.
Skólanefnd telur af þessum sökum ekki ástæðu til að endurnýja óbreyttan þjónustusamning við Akureyrarbæ um skólaþjónustu að því er tekur til grunnskólans.
Skólanefnd felur skólastjóra grunnskólans að taka saman yfirlit um þá þjónustu sem ástæða er til að kaupa af þjónustuaðilum með það fyrir augum að leita samninga við mögulega þjónustuaðila. 

4. þegar hefur komið fram í fréttabréfi Hrafnagilsskóla að nokkur "inneign" var fyrir hendi vegna umframkennslu síðast liðin ár. Skólastjóri mun leita álits foreldraráðs en helst eru uppi hugmyndir um að kenna tvo daga sem ráðgerðir voru sem starfsdagar.
Skólastjóra er falið að svara erindi ráðuneytis í ljósi þessa.

5. Varðandi dagvistun í heimahúsum telur skólanefnd eðlilegt að sá liður sé ekki á hennar forræði enda er hér ekki um að ræða skipulagt starf á sama hátt og leik- eða grunnskóla.

Anna Gunnbjörnsdóttir lagði fram drög að starfsáætlun  fyrir næsta ár með kostnaðartölum. Hún gerði grein fyrir þeim breytingum sem fram komu en þær eru að hluta til vegna þess að nú eru þar þrjár deildir í stað tveggja.
Skólanefnd hvetur til þess að sem fyrst verði tekinn í gagnið ljósleiðari sem liggur að leikskólanum og er ætlaður til að þjóna brunakerfi og tölvukerfi.
Ekki er hægt að fjalla frekar um þessa áætlun fyrr en launatölur koma fram.
Að öðru leyti vísast til starfsáætlunar.
Karl Frímannsson lagði fram launaáætlun sem þátt í fjárhagsramma fyrir árið 2005.     Auk þess lagði hann fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 miðað við þessar forsendur. Samkvæmt áætluninni virðist kostnaður hækka um 9,23% en hækkanir launaliðar kennslu nema 14,7%
Starfsáætlun skólans fyrir árið 2005 er enn í vinnslu, einkum mat á árangri áætlunarinnar frá 2004. Hún verður lögð fram með endanlegri fjárhagsáætlun á næsta fundi.
Skólanefnd samþykkir að leggja fram þau drög að starfs- og fjárhagsáætlanir sem skólastjórar hafa kynnt sem hér segir að ofan.



Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:30
Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?