244. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 5. desember 2018 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, Baldur Helgi Benjamínsson, Hafdís Inga Haraldsdóttir, Eiður Jónsson, Sunna Axelsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Erna Káradóttir, Hans Rúnar Snorrason, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir, Bjarkey Sigurðardóttir, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson Ritari.
Dagskrá:
1. Námskeið fyrir skólanefndir 2018 - 1811029
Formaður Anna Guðmundsdóttir sagði frá námskeiði fyrir skólanefndir sem haldið var á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hægt var að fylgjast með á netinu. Námskeiðið er aðgengilegt á vef samtakanna, samband.is
2. Leikskólinn Krummakot - Ósk um færslu á tveimur starfsdögum - 1811028
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti ósk Krummakots um færslu á tveimur starfsdögum vegna námskeiðsferðar til Bandaríkjanna um mánaðamótin maí-júní n.k. Skólanefnd samþykkir erindið.
3. Leikskólinn Krummakot - starfsáætlun 2018 - 1811016
Erna Káradóttir leikskólastjóri og Bjarkey Sigurðardóttir grunnskólakennari kynntu starfsáætlun 2018-2019 og stöðu mála í leikskólanum Krummakoti. Skólanefnd samþykkir starfsáætlun Krummakots 2018.
4. Fréttir af starfi Hrafnagilsskóla, haust 2018 - 1811030
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir helstu atriði og áherslur í starfi Hrafnagilsskóla á haustönn 2018.
5. Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði - 1811015
Anna Guðmundsdóttir formaður reifaði drög að fyrirspurnum til sveitarstjórnar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við skólahúsnæði í sveitarfélaginu. Skólanefnd samþykkir að senda fyrirspurnirnar til sveitarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50