Skólanefnd

132. fundur 11. desember 2006 kl. 21:58 - 21:58 Eldri-fundur

132. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 20:15 þriðjudaginn 24. febr. 2004.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Bjarni Kristjánsson.

Dagskrá:
1. Umræða um framkvæmd starfsáætlana og ýmsa tengda þætti
2. Skóladagatal Hrafnagilsskóla
3. Svar frá Umferðarstofu vegna fyrirspurnar um bílbeltanotkun í skólabifreiðum
4. Sumarleyfistímabil á Krummakoti
5. þátttaka í grunnskólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Formaður, Jóhann ó. Halldórsson, bauð fundargesti velkomna og gekk til dagskrár.

1. Umræða um framkvæmd starfsáætlana og ýmsa tengda þætti
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, rifjaði upp þær breytingar sem gerðar voru á gerð fjárhagsáætlana og starfsáætlana nefnda. Hann þakkaði sérstaklega vel unnin störf í þessu efni. Hann minnti hins vegar á að meiri vandi væri eflaust að fylgja áætlun en gera hana. þess vegna þyrfti slík áætlun að verða endurskoðuð og jafnframt þyrfti að skrá árangur til að fylgjast vandlega með honum. Nokkrar umræður urðu um atriði sem þyrfti að taka til athugunar, einkum þau sem nefnd eru í starfsáætlun.
Karl ræddi nokkuð hugmyndir um stjórnunarfyrirkomulag sem nú eru efstar á baugi. Hann sagði að þessar hugmyndir væru mjög í samræmi við það sem hér tíðkast.
Formaður lagði til að á næsta fundi, um miðjan mars, yrðu skipaðir hópar sem tækju til athugunar ýmis þau efni sem ætlunin er að kanna nánar.

2. Skóladagatal Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson lagði fram drög að skóladagatali 2004-2005. Engar athugasemdir voru gerðar við það.

3. Sumarleyfistímabil á Krummakoti
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir því hvernig val hefði fallið um sumarfrí meðal þjónustuþega. í ljós kom að flestir höfðu valið tímabil 2 (5. júlí - 6. ágúst) og 3 (12. júlí - 13. ágúst). þannig lítur út fyrir að vikuna 1. - 6. ágúst verða aðeins 4 börn í Krummakoti, þ.e. þau sem völdu tímabil 1. Skólanefnd telur nauðsynlegt að setja ákveðnar viðmiðunarreglur um það að leikskólinn sé ekki opinn nema fyrir ákveðinn fjölda, (t.d. 10 nemendur). ákveðið var að á sumri komanda verði leikskólanum lokað 4 vikur, frá og með 12. júlí til og með 6. ágúst. Jafnframt var samþykkt að í starfsáætlun Krummakots fyrir árið 2005 verði sumarleyfislokun ákveðin.
Bjarni Kristjánsson og Aðalsteinn Hallgrímsson hurfu af fundi.

4. Svar frá Umferðarstofu vegna fyrirspurnar um bílbeltanotkun í skólabifreiðum
Fram var lagt svar dags. 31. des. 2003 við fyrirspurn frá skólanefnd. í þessu svari kemur fram að ekki verði gerð sú krafa til ökumanna að þeir tryggi sífellda notkun bílbelta í skólabílum. Skólanefnd telur að með því samstarfi ökumanna, skólans og foreldra sem tíðkast hefur hér sé fylgt þeim reglum sem ætlast er til. ástæða þykir til að kynna öllum aðstandendum málsins bréf þetta. Jafnframt þykir skólanefnd ástæða til að ítreka við ökumenn skólabíla kröfu um merkingar og aðvörunarljós. Skólastjóra er falið að reka málið.

5. þátttaka í grunnskólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

þingið er 26. mars nk. Karl Frímannsson hefur skráð sig til þátttöku, einnig formaður skólanefndar.


Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl 21:55
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?