243. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 12. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, Baldur Helgi Benjamínsson, Eiður Jónsson, Sunna Axelsdóttir, Hafdís Inga Haraldsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Hans Rúnar Snorrason, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2019 - Skólanefnd - 1810043
Stefán Árnason fór yfir drög að fjárhagsáætlun leikskóla og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2019. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
2. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri kynnti drög að nýrri heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
3. Leikskólinn Krummakot - starfsáætlun 2018 - 1811016
Frestað til næsta fundar.
4. Skólanámskrá og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla - 1811014
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri og Hans Rúnar Snorrason kennari kynntu persónuverndarstefnu, innra mat og umbótastefnu, starfsáætlun 2018-2019 og skólanámsskrá Hrafnagilsskóla. Skólanefnd samþykkir skólanámsskrá.
5. Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði - 1811015
Formaður kynnti minnisblað vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsnæði leik- og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar. Nefndin felur formanni að útbúa fyrirspurn til sveitarstjórnar um stöðu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15