130. fundur
11. desember 2006 kl. 21:58 - 21:58
Eldri-fundur
130. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 fimmtudaginn 4. des. 2003.
Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson.
Dagskrá fundarins:
1. Starfsáætlanir vegna ársins 2004 - afgreiðsla til sveitarstjórnar
2. Bréf skólastjóra Hrafnagilsskóla vegna aukinnar kennslu í 7. bekk
Formaður skólanefndar, Jóhann ólafur Halldórsson, setti fund og gekk til dagskrár
1. Fyrir lágu þessar starfsáætlanir:
* Starfsáætlun fræðslumála 2004 (fskj. 1)
* Starfsáætlun Hrafnagilsskóla fyrir árið 2004 (fskj. 2)
* Starfsáætlun leikskólans Krummakots fyrir árið 2004 fskj. 3)
í starfsáætlun fræðslumála er gert ráð fyrir skiptingu fjárhagsramma málaflokksins sem hér segir:
Bundnir liðir 16.742.000
Hrafnagilsskóli 164.980.603
Leikskólinn Krummakot 32.400.000
Umferðarskóli 40.000
Dagvistun í heimahúsum 550.000
óráðstafað til verkefna - ófyrirséð 2.514.397
Samtals
217.227.000
á næsta ári setur skólanefnd sér að skoða sérstaklega nokkra þætti í rekstri þeim sem nefndin hefur á sinni könnu, nl. húsnæðismál skólanna, mötuneytismál og skólaakstur. Leitað verður samanburðarupplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum og stefnt að því að leita hagræðingar og sparnaðar auk þess sem skilgreind verði rekstrarleg mörk milli aðila.
Karl Frímannsson fjallaði um og skýrði starfsáætlun Hrafnagilsskóla, einkum tölulegar upplýsingar um skólastarfið næsta skólaár.
Gert er ráð fyrir 199 nemendum og verður heildarkennslustundafjöldi 602.
Stöðugildi við skólann eru nú samtals 32,34, þar af í kennslu 23,54 en á næsta skólaári fækkar kennslustundum um 22 stundir og minnka stöðugildi sem því svarar.
Fjárhagsáætlun skólans fyrir 2004 er í grófum dráttum svo látandi:
% af útgj. útgjöld tekjur
Tekjur -9.101.232
Laun 58,1% 101.056.350
Rekstur 5,2% 9.114.007
Viðhald 0,6% 1.014.300
Húsnæði 21,4% 37.310.968
Annað 14,7% 25.586.210
Samtals 100,0% 174.081.835 -9.101.232
Alls 164.980.603
þessar niðurstöður náðust með því að miðað við síðustu fjárhagsáætlun náðist fram hagræðing hér og þar:
Almennur rekstur 3.000.000
Nem. gjöld (tekjur) 1.117.000
Fækkun kest. 1.220.000
V. leiguhúsn 420.000
Launuð leyfi 200.000
Færri aukaferðir 100.000
Aksturáætlun að öðru leyti 130.000
Samtals 6.187.000
Anna Gunnbjörnsdóttir, leikskólastjóri Krummakots, gerði grein fyrir starfsáætlun Krummakots fyrir árið 2004.
Næsta ár er gert ráð fyrir ca 318 dvalartímum að meðaltali daglega. "Barngildi" pr. stöðugildi starfsmanns verður 7,98 sem er fast að viðmiðunarmörkum.
Fyrirhuguð er a.m.k. ein könnun á viðhorfum foreldra til þjónustu leikskólans.
Gjaldskrár hækka um 3,5% við upphaf rekstrarársins.
Fjárhagsáætlun er í meginatriðum sem hér segir:
% af útgj. útgjöld tekjur
Tekjur -8.943.953
Laun 70,00% 28.939.992
Alm. rekstur 14,77% 6.104.527
Viðhald 1,16% 480.000
Húsnæði 13,75 5.683.434
Annað 0,33% 136.000
Samtals 100,0% 41.343.953 -8.943.953
Kostnaður alls: 32.400.000
Gert er ráð fyrir kostnaði vegna forfalla sem nemur 4% af launum og launatengdum gjöldum. Stefnt er að óbreyttu starfsmannahaldi (jafnmörgum stöðugildum).
Fyrirsjáanlegt er að öll börn frá 18 mán., aldri sem nú eru á biðlista fá leikskólavist á Krummakoti árið 2004.
Skólanefnd samþykkir þær starfsáætlanir sem lagðar hafa verið fram og þar með þá tillögu til sveitarstjórnar um gjaldskrár.
2. Karl Frímannsson gerði grein fyrir því að í einum bekk skólans virtust hafa safnast saman margvísleg vandamál sem hafa leitt til þess að nauðsynlegt hefur reynst að auka kennslu í bekknum sem nemur 20 stundum á viku, a.m.k.. næstu þrjá mánuðina. Auk þess hefur vegna þessa fallið til nokkur sérfræðikostnaður sem greiðist á þessu ári, auk þriðjungs kennsluviðbótarinnar. (Sjá nánar fskj. 4)
Fleira gerðist ekki - fundi var slitið kl. 22:30
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson