Skólanefnd

242. fundur 21. september 2018 kl. 08:38 - 08:38 Eldri-fundur

242. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 20. september 2018 og hófst hann kl. 15:30.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Baldur Helgi Benjamínsson, aðalmaður, Eiður Jónsson, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Ingi Geirsson, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Erna Káradóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson Ritari.

Dagskrá:

1. Kosning ritara - 1809009
Formaður gerir tillögu um að Baldur Helgi Benjamínsson verði ritari skólanefndar. Nefndin samþykkir tillögu formanns.

2. Ákvörðun um fundartíma. - 1809007
Formaður gerir tillögu um fundir skólanefndar verði að jafnaði haldnir á miðvikudögum. Nefndin samþykkir tillögu formanns.

3. Kynning á nútímavæðingu Hrafnagilsskóla - 1809026
Hans kennari í upplýsingatækni og Hrund skólastjóri kynntu verkefni um nútímavæðingu Hrafnagilsskóla og hvernig staðið hefur verið að slíkum verkefnum í öðrum skólum. Verkefnið hefur gengið mjög vel í Hrafnagilsskóla, upp hafa komið fáeinir hnökrar sem unnið er í að sníða af. Samfélagsmiðlar eru ekki leyfðir á spjaldtölvum í eigu skólans sem nemendur hafa afnot af. Mikilvægt að styrkja þráðlaust net í húsnæði skólans til að auka notagildi þess búnaðar sem er til staðar. Að mati skólans er mikilvægt að fylgja verkefninu eftir og kanna áhrif þess á skólastarf og gæði þess.

4. Ný persónuverndarlög - skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 1809022
Þorgeir Rúnar Finnsson, persónuverndarfulltrúi Eyjafjarðarsveitar og fleiri sveitarfélaga við Eyjafjörð kynnti nýja persónuverndarlöggjöf og áhrif þess á skólastarf og starfsemi sveitarfélaga.

5. Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2018 - 1809024
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti stöðu mála í Hrafnagilsskóla á haustönn 2018. Í skólanum eru 150 nemendur, sem er fjölgun um tíu frá síðasta skólaári. Fjöldi starfsmanna er 37.

6. Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2018 - 1809023
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti stöðu mála í Krummakoti á haustdögum 2018. Í skólanum eru 59 börn en horfur eru á að þeim fjölgi í 65 fram að áramótum.

7. Gjaldskrá leikskóla - 1804026
Erna Káradóttir leikskólastjóri lagði fram erindi frá leikskólanum Krummakoti um heimild til að innheimta aukagjöld fyrir aukna þjónustu. Skólanefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið.

8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla - 1611034
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti umbótaáætlun og sjálfsmatsskýrslu Hrafnagilsskóla.

9. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Krummakoti - 1612023
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti umbótaáætlun leikskólans Krummakots.

10. Samstarf fjögurra grunnskóla í Eyjafirði og Tónlistarskóla Eyjafjarðar á þemadögum í nóvember - 1809025
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti verkefnið en tilefni þess er 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þemadagar verða haldnir 13.-15. nóvember n.k. sem lýkur með afmælishátíð í Hrafnagilsskóla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember n.k. Áætlað er að kostnaður vegna verkefnisins rúmist innan fjárhagsramma skólans. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og leggur til að beiðni stjórnenda skólanna um lokahóf 16. nóvember n.k. verði samþykkt.

11. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805015
Formaður skólanefndar lagði erindi afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis fullveldisins fram til kynningar. Skólanefnd tekur undir hvatningu afmælisnefndar um að beina sjónum að þeim breytingum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum 1918.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?