Fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 fimmtudaginn 22. maí 2003.
Mættir voru: Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Lilja Sverrisdóttir, Hafdís Pétursdóttir, Karl Frímannsson, Kristín Hermannsdóttir og Tryggvi Heimisson
Dagskrá:
1. Menntastefna Eyjafjarðarsveitar - tillaga til afgreiðslu
2. Lögheimilisskráning nemenda - bréf skólastjóra Hrafnagilsskóla
3. Skóladagatal 2003 - 2004
4. Kennararáðningar
5. Tölulegar upplýsingar um Hrafnagilsskóla fyrir árin 2001 - 2003
6. Trúnaðarmál
Formaður setti fund og opnaði dagskrá.
1. Menntastefna Eyjafjarðarsveitar - tillaga til afgreiðslu
Formaður gerði grein fyrir því að tveir fulltrúar úr skólanefnd hefði ásamt skólastjórum gert nokkrar frekar smávægilegar breytingar á því uppkasti sem lagt var fyrir nefndina. Nokkuð var rætt um markmið um vellíðan nemenda og ákveðið að breyta orðalagi þannig að árangursmarkmiðið væri að nemendum líði vel í skóla.
Síðan var tillagan samþykkt svo breytt.
2. Lögheimilisskráning nemenda - bréf skólastjóra Hrafnagilsskóla
Karl skólastjóri gerði grein fyrir því að nú væru 18 nemendur í Hrafnagilsskóla sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða hafa þar fasta búsetu. Sumir þeirra dveljast til skiptis í sveitarfélaginu og á Akureyri og þarf að gera ráð fyrir hvoru tveggja í sambandi við skólaakstur. í ljós hefur komið að til er í dæminu að barn sem á lögheimili (og rétt til skólagöngu) í sveitinni hefur fasta búsetu annars staðar. þetta hefur leitt til þrengsla og erfiðleika í skólaakstri.
Fyrir lá tillaga að reglum um skólavist barna sem ekki hafa fasta búsetu eða lögheimili í Eyjafjarðarsveit, þar sem m.a. kemur fram að skólaakstur sé tryggður frá lögheimili hvers barns.
þessar reglur voru samþykktar og Karli falið að kynna þær þeim foreldrum sem eiga hlut að máli.
3. Skóladagatal 2003 - 2004
Drög að skóladagatali 2003-2004 lágu fyrir og voru samþykkt sem gildandi skóladagatal fyrir næsta skólaár.
4. Kennararáðningar
Karl greindi frá fyrirsjáanlegum breytingum á kennaraliði. Tveir kennarar fara í barnsburðarleyfi, einn almennur kennari hefur sagt upp, smíðakennari hættir störfum og sérkennari sömuleiðis. Búið er að festa í þrem almennum kennurum og leiðbeinanda í smíðakennslu en Karl kvaðst hafa í huga að auglýsa eftir þroskaþjálfa í sérkennslu. Auk þess þarf að auglýsa störf sem leiðbeinendur gegna. Eftir er að ganga frá skriflegum samningum.
5. Tölulegar upplýsingar um Hrafnagilsskóla fyrir árin 2001 - 2003
Karl lagði fram fyrstu drög að tölulegu yfirliti yfir umfang skólastarfs síðastliðin ár. Almenn ánægja kom fram með þetta framtak sem verður hið besta tæki til samanburðar milli ára.
6. Trúnaðarmál
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:30
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson