241. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 2. maí 2018 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson, formaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Beate Stormo, aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Erna Káradóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.
Dagskrá:
2. Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar - 1610005
Skipurit leikskólans Krummakots samþykkt.
Þriðja útgáfa skipurits Hrafnagilsskóla samþykkt.
3. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2018-2019 - 1803014
Leikskólastjóri kynnir skóladagatal Krummakots. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið með þeirri breytingu að starfsdagur sem skráður er 8. október færist til 17. október 2018.
4. Gjaldskrá leikskóla - 1804026
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að verða við ósk leikskólans Krummakots um að vinnutími eins starfsmanns leikskólans verði lengdur frá 16:30 til 16:45.
Að öðru leyti óskar skólanefnd eftir nánari útfærslu beiðninnar frá leikskólastjóra.
1. Skólanámskrá leikskólans Krummakots, 2018 - 1804016
Skólanámskrá leikskólans Krummakots staðfest.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00