Sunnudag 15. des. 2002, kl. 20:00 var haldinn á Lindinni við Leiruveg 122. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar.
Mættir voru: Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Steinunn ólafsdóttir, Lára S. Helgadóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson.
Dagskrá fundarins var svofelld:
1.Breytingartillaga við fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla
2.önnur mál
Formaður setti fund og gekk til dagskrár.
1. Við fyrri umræðu sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun var þess farið á leit að sveitarstjóri, skólastjóri grunnskólans og formaður skólanefndar - ásamt skólanefnd - endurskoðuðu vissa þætti þeirrar áætlunar sem skólanefnd hafði lagt fram, með það fyrir augum að lækka kostnaðartölur.
Fram var lögð endurskoðun á nokkrum liðum á fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla fyrir árið 2003. í endurskoðuninni er gert ráð fyrir fáeinum breytingum frá fyrri áætlun sem lögð var fram á fundi skólanefndar 5. des. sl. og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Helstu breytingar voru:
? Aukið mótframlag vegna fatlaðra nemenda,
? lækkun sérkennslukostnaðar (sem aðeins er ætlað fyrir til loka skólaársins,
? liðir sem lækkaðir höfðu verið fyrir fjárhagsárið 2002 hækkuðu minna en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir,
? einnig var breytt niðurgreiðslu húsnæðis,
? launatengd gjöld endurreiknuð og lækkuð um hálfa aðra milljón, svo dæmi sé tekið.
Að öðru leyti vísast til fylgiskjals og minnisblaðs sem lagt er fyrir sveitarstjórnarfund.
Nefndin féllst einróma á þær breytingar sem þar koma fram.
2. önnur mál. Fundarritari vakti máls á því hvort ekki væri ráð að taka upp tölvuskráningu fundargerða. Hann gerði stuttlega grein fyrir þvi fyrirkomulagi sem algengast er að hafa þegar fundargerðir eru skráðar með þeim hætti. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með þessa hugmynd og var samþykkt að ritari kynnti sér nákvæmlega hvaða fyrirkomulag ætti að hafa á þessu ef tölvuskráning yrði tekin upp.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 20:45
Valdimar Gunnarsson - fundarritari.