121. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 fimmtudaginn 5. des. 2002
þessir voru mættir:
Aðalsteinn Hallgrímsson, Hörður Snorrason, Elsa Sigmundsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Tryggvi Heimisson, Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson.
Formaður, Jóhann ólafur setti fundinn og opnaði dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson gerði grein fyrir helstu tölum í áætluninni. Launakostnaður v/kennslu hækkar milli ára um kr. 8.693.247,- liðir sem lækkaðir voru fyrir fjárhagsárið 2002 eru hækkaðir um kr. 1.674.547,- og gert er ráð fyrir endurnýjun tölvubúnaðar sem nemur kr. 1.581.876,- Fram voru lagðar sundurliðaðar greinargerðir um þessa liði.
Karl óskaði einnig eftir að við undirbúning rammaáætlunar yrði tekið sérstaklega á kostnaði við tölvubúnað og afskriftir af honum. Ennfremur taldi hann að nauðsynlegt væri að taka sérstaklega á meðferð húsnæðis í fyrrverandi heimavistum skólans, þ.e. hvernig farið yrði með leigu á því, hvort ætti að telja þetta húsnæði hluta skólahúsnæðis framvegis.
Að lokum benti Karl á að þegar þar að kemur yrðu liðir innan rammafjárhagsáætlunar að vera þeir einir sem væru á valdi og ábyrgð skólans og stjórnenda.
Skólanefnd tekur undir þessar athugasemdir og bendir auk þess á að nauðsynlegt er að taka til gagngerrar endurskoðunar málefni skólamötuneytis - ekki síst hvort efniskaup skuli vera á reikningi skólans, sbr. bókhaldslið 2110.
Að öðru leyti fellst skólanefnd á tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 og vísar henni til sveitarstjórnar.
2. Fjárhagsáætlun Krummakots
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir helstu tölum áætlunarinnar.
Launakostnaður eykst nokkuð umfram almennar verðlagshækkanir vegna launaskriðs og aukins umfangs. Laun vegna tónlistarkennslu eru um þessar mundir ekki færð á fjárhagsáætlun en í lok hvers árs eru þau af reikningi grunnskólans. Skólanefnd telur rétt að þessi kostnaður komi fram á fjárhagsáætlun jafnvel þótt þjónustan sé keypt af grunnskólanum.
Með tillögu til fjárhagsáætlunar lagði Anna fram sundurliðun á ýmsum þáttum - einkum þeim sem hækka meir en nemur venjulegum verðlagshækkunum. Einnig kom þar fram grein fyrir kaupum á húsmunum, að upphæð rúmlega 200 þúsund kr. Kaup á tölvubúnaði og tilheyrandi húsgögnum eru ætluð 360 þúsund.
á áætlunina vantar upphæð fyrir kostnaðarliðnum Akureyri v/leikskóla.
Varðandi netáskrift og símakostnað vísast til næsta töluliðar fundargerðarinnar.
3. önnur mál
a) Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að tölvutengingar menntastofnana sveitarfélagsins verði teknar til endurskoðunar. í þessu felst að núverandi samningi um leigulínu í Hrafnagilsskóla verði sagt upp og þjónustan að nýju boðin út miðað við þær breytingar sem orðið hafa forsendum frá því um var samið við þjónustuaðila á sínum tíma.
Nauðsynlegt er að gera kröfur til þess að hliðstætt tölvusamband verði í Hrafnagilsskóla og á Krummakoti, enda tölvur vaxandi þáttur í kennslu í báðum skólunum. Skólanefnd leggur til að í slíku útboði verði einnig gerð krafa til þess að Tónlistarskóli Eyjafjarðar og tónmenntastofa eigi möguleika á sítengingu. Bent er á að í slíku útboði væri einnig rétt að horfa til tölvusambands fyrir Tónlistarhúsið Laugarborg og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, ef stærra útboð sýnist skila aukinni hagkvæmni.
Með þessu vill skólanefnd undirstrika það markmið sitt að horfa til aukinnar samvinnu menntastofnana um innkaup á tölvubúnaði, sem og möguleika á að samnýta móðurtölvu í Hrafnagilsskóla til þjónustu við bæði Krummakot og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Slíkum vinnubrögðum er ætlað að skila aukinni rekstrarhagkvæmni í framtíðinni.
Skólanefnd óskar eftir að taka þátt í gerð útboðs á tölvusambandi, taki sveitarstjórn undir þau sjónarmið sem hér eru að framan sett fram. "
þessi tillaga var samþykkt samhljóða.
Ennfremur var lögð fram eftirfarandi tillaga:
b ) "Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 hefur skólanefnd markað sér þá stefnu að auka tölvubúnað Hrafnagilsskóla og Krummakots á næstu árum. áhersla á notkun tölvubúnaðar í skólastarfi er vaxandi og setur skólanefnd sér það markmið að skólastofnanir Eyjafjarðarsveitar séu í fremstu röð á þessu sviði, sem öðrum. þessi áhersla kemur fram í meðfylgjandi fjárbeiðnum til sveitarstjórnar. Til að mæta viðbótarútgjöldum vegna þessa bendir skólanefnd á þann valkost að fresta framkvæmdum við veg norðan Hrafnagilsskóla, en þeim voru ætlaðar rösklega 4 milljónir króna á næsta fjárhagsári, samkvæmt þriggja ára áætlun. "
Tillagan var samþykkt samhljóða.
c) Karl Frímannsson gerði grein fyrir því að hann hefði sent sveitarstjórn ósk um að samningur við Hótel Vín verði endurskoðaður vegna lengingar á skólaári og um afnot hótelsins af húsnæði skólans. Einnig hefði hann óskað eftir greinargerð um reikninga mötuneytis.
Að lokum gat hann þess að frá Dalbjörgu hefði komið ósk um aðstöðu til flugeldasölu. Karl taldi vandalaust að verða við óskinni.
Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl. 11:15