237. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 9. október 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson, formaður, Beate Stormo, aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Valur Ásmundsson, áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri, Stefán Árnason og Erna Káradóttir, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.
Hólmgeir Karlson forfallaðist óvænt.
Dagskrá:
1. Skólanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1708017
Stefán Árnason, skrifstofustjóri gerði grein fyrir minnisblaði viðvíkjandi fjárhagsáætlun, þar sem reifaðar eru helstu stærðir í málaflokknum m.v. drög að fjárhagsáætlun. Einnig upplýsingar um fundaráætlun sveitarstjórnar.
2. Krummakot - Ósk um tilfærslu á tveimur starfsdögum - 1709005
Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, að gefinni þeirri forsendu að foreldraráð leggist ekki gegn breytingunni.
3. Ósk um breytingu á stöðu aðstoðarleikskólastjóra Krummakots - 1706009
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála og mögulegri framvindu. Ákveðið að leikskólastjóri vinni málið áfram til næsta fundar sem verður innan tíðar og málið verði aftur á dagskrá þá. Frekari umræðu frestað.
4. Ósk um viðbótarstöðugildi vegna deildarstuðnings og bættar starfsaðstæður - 1706010
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála og mögulegri framvindu. Verið er að ljúka við innleiðingu á nýju tölvukerfi sem mun gefa skýrari mynd af stöðu mála. Ákveðið að leikskólastjóri vinni málið áfram til næsta fundar sem verður innan tíðar og málið verði aftur á dagskrá þá. Frekari umræðu frestað.
5. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla - 1611034
Umfjöllun frestað til næsta fundar.
6. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Krummakoti - 1612023
Frestað til næsta fundar.
7. Skólapúlsinn og niðurstöður skólaárið 2016-2017 - 1709023
Lagt fram til kynningar. Skólastjóri gerði grein fyrir helstu atriðum um áherslur Heilsueflandi samfélags og vísbendingar um að nokkur hluti nemenda stundi ekki þá hreyfingu sem æskilegt er. Mötuneyti fær mjög góða umsögn. Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.
8. Staðan í Hrafnagilsskóla haust 2017 - 1709024
Skólastjóri gerði grein fyrir tölfræði, þetta helst; nemendur eru 68 drengir og 66 stúlkur auk nemenda í sérdeild. Fyrir sjö árum síðan voru nemendur 211 og því veruleg fækkun frá þeim tíma.
Við skóla starfa 37 starfsmenn. 81% konur og 19% karlar, dregið saman um 1,3 stöðugildi kennara frá hausti 2016.
9. Félag stjórnenda leikskóla - ályktun um stöðu barna - 1710003
Skólanefnd þakkar Samráðsnefnd Félag stjórnenda leikskólans fyrir brýningu þess.
Erindið gefur tilefni til frekari umræðu um fyrirkomulag leikskólastarfs og áherslur. Inn í þetta fléttast aðrar aðstæður í samfélaginu eins og aðstæður á vinnumarkaði.
10. Óskað eftir svari við bréfi frá foreldrafélagi Krummakots, dags. 5.12.16 til sveitarstjórnar - 1710004
Fjallað hefur verið um málið í skólanefnd, en fyrir liggur að málinu hefur ekki verið ráðið til lykta í sveitarstjórn, en láðst hefur að upplýsa foreldrafélagið um það. Skólanefnd ítrekar fyrri bókun frá 234. fundi sínum 29. mars 2017 og hvetur til þess að mörkuð verði stefna í málinu í sveitarstjórn svo fljótt sem verða má. Foreldrafélaginu verður gert vart um stöðu málsins.
11. Vinnureglur vegna sölutíma í leikskólanum Krummakoti - 1710005
Umræða um vinnureglur vegna sölutíma í leikskólanum Krummakoti. Niðurstaðan er að reglurnar veiti þann sveigjanleika sem mögulegt er að veita og framkvæmdin skuli vera í höndum leikskólastjóra með tilliti til aðstæðna hverju sinni, eins og segir í reglunum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10