236. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. maí 2017 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson, formaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Beate Stormo, aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Valur Ásmundsson, áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Á fundinum er einnig mætt Susanne Lintermann í forföllum Þorbjargar Helgu Konráðsdóttur.
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Eyjafj.sv. 2018-2030 - Kafli 1.1 Samfélagsþjónusta, svæði fyrir stofnanir og fyrirtæki - 1705001
Rætt í nefndinni um ólíkar leiðir sem færar eru til framtíðar, til dæmis að skipa leikskólanum rúm á núverandi stað á skipulagi eða að gera ráð fyrir að leikskóli og grunnskóli verði samliggjandi á lóð og þá jafnvel að einhverju marki í samtengdum byggingum.
Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að reisa nýjan leikskóla telur nefndin ótímabært að taka stefnumarkandi ákvarðanir um breytingar. Málið verði óhjákvæmilega skoðað í heild og nákvæmlega þegar ráðist í byggingu nýs leikskóla. Leggur nefndin því til að ekki verði gerðar breytingar á aðalskipulagi viðvíkjandi leikskólanum.
2. Hrafnagilsskóli - samræmd próf - 1611010
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla gerði grein fyrir normaldreifingu einkunna úr samræmdum lokaprófum. Umræður voru um hvaða vísbendingar einkunnir á samræmdum prófum gefa um stöðu nemenda.
Lagt fram til kynningar.
3. Vinna og verklag vegna vinnumats í grunnskólum - 1703032
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla gerði grein fyrir vinnumati í grunnskólum, en skólin naut við vinnuna aðstoðar Karls Frímannssonar, ráðgjafa.
Afrakstur vinnunar leiðir í ljós að góð sátt er um starfið milli stjórnenda og starfsfólks grunnskólans. Tillögur að umbótum fylgja niðurstöðum og skýrir Hrund frá því að þar séu þættir sem hafa verið þekktir og skólinn sé meðvitaður um.
4. Styrkur úr sprotasjóði - 1705007
Hugrún Sigmundsdóttir, skólastjóri Leikskólans Krummakots kynnir að samþykktur hefur verið þróunarstyrkur úr Sprotasjóði RHA til leikskólans vegna verkefnisins "Ævintýrin all um kring - snjallir krakkar og kennarar á 21. öldinni".
Lagt fram til kynningar.
5. Nýsköpun í leikskóla- Vináttuverkefni - 1705008
Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri gerir grein fyrir verkefninu sem lýtir að forvörnum gegn einelti. Starfsfólk hafi fengið fræðslu um verkefnið. Verkefnið falli að áherslum um dyggðastarf og jákvæðan aga sem unnið er með á leikskólanum. Efnið er ætlað fyrir börn á aldrinum 3-8 ára.
Lagt fram til kynningar.
6. Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 1502039
Drög að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar kynnt.
Lögð fram og kynnt drög að skólastefnu og lagt fyrir skólanefnd sem afrakstur vinnuhóps um skólastefnuna til skólanefndar.
Hrund Hlöðversdóttir gerði grein fyrir vinnu hópsins og áherslum við vinnuna.
Skólanefnd hefur kynnt sér drög að skólastefnunni og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt sem skólastefna Eyjafjarðarsveitar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10