Skólanefnd

234. fundur 31. mars 2017 kl. 08:56 - 08:56 Eldri-fundur

234. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 29. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Beate Stormo aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Tryggvi Jóhannsson varamaður, Sunna Axelsdóttir varamaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Bjarkey Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Auður Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

13. Skólaráð Hrafnagilsskóla - Fundargerð skólaráðsfundar 1.12.2016 - 1612011
Umfjöllunin gefur ekki tilefni til ályktunar.

1. Foreldrafélag Krummakots - Erindi er varðar húsnæði leikskólans - 1612006
Í erindi er kallað eftir stefnumörkun sveitarfélagsins um framtíðarsýn í málefnum leikskólans.

Skólanefnd telur brýnt að undirbúa byggingu nýs leikskóla og leggur til við sveitarstjórn að málið verði rætt þar. Ennfremur að í þeirri umræðu verði tekin afstaða til þess hvenær unnt verði að ráðst i þá framkvæmd. Samhliða því verði mörkuð stefna um framkvæmdir á lóð núverandi leikskóla.

2. Samband íslenskra sveitarfélaga - Tilkynning um skil starfshóps um málefni Mentor og ný persónuverndarlöggjöf - 1612007
Hrund gerði grein fyrir málinu og lýsti fyrirkomulagi mála í Hrafnagilsskóla.

Málið gefur ekki tilefni til sérstakrar bókunar.

3. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Ákveðið að fresta málinu og efna til sérstaks fundar þar sem óskað verði eftir kynningu á stöðu vinnu við aðalskipulagið. Stefnt verði að þessum fundi fyrir páska.

4. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Krummakoti - 1612023
Leikskólastjóri kynnti málið, atriði í umbótaáætlun og hvað hafi áunnist.

Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna og telur atriði sem gerð var grein fyrir í góðu horfi.

5. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla - 1611034
Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna.

Málið gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2017-2018 - 1703028
Leikskólastjóri kynnti drög að skóladagatali og vinnu við það.

Eftir umræðu samþykkir skólanefnd fyrirliggjandi drög sem skóladagatal fyrir Krummakot á næsta skólaári.

7. Krummakot - Starfsmannamál og innra starf leikskólans - 1703030
Leikskólastjóri gerði grein fyrir starfsemi skólans í vetur, starfsmannahaldi og innra starfi. Fram kom að forföll starfsmanna hafa verið allnokkur og haft áhrif á skipulag og umfang skólastarfsins.

Leikskólastjóri svaraði spurningum nefndarmanna og urðu umræður á fundinum um málefnið.

Skólanefnd þakkar leikskólastjóra fyrir greinargott yfirlit yfir starfsemi leikskólans.

Nefndin óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu málsins.

8. Hrafnagilsskóli - samræmd próf - 1611010
Skólastjóri upplýsti að ekki liggja fyrir endanleg gögn og upplýingar. Máli frestað þar til upplýsingar liggja fyrir.

9. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2017-2018 - 1703027
Skólastjóri lagði fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2017-2018 og gerði grein fyrir forsendum þess.

Skólanefnd gerir ekki athugsemdir við fyrirliggjandi drög og samþykkir þau sem skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018.

10. Vinna og verklag vegna vinnumats í grunnskólum - 1703032
Máli frestað til næsta fundar.

11. Erindi til sveitarstjórnar frá 13 starfsmönnum leikskólans Krummakots - 1701008
Leikskólastjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir helstu þáttum í erindi starfsmanna leikskólans, atvikum og vinnu því tengdu. Umfjöllun um málið fór fram samhliða umræðum um lið 7, mál 1703030.

12. Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð - 1702003
Sveitarstjóri upplýsti að framkvæmdaráð mun eiga fund með fulltrúum foreldrafélagsins nk. föstudag.

Frekari umfjöllum um málið frestað að sinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?