Skólanefnd

223. fundur 10. september 2015 kl. 08:47 - 08:47 Eldri-fundur

223. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 9. september 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Sigurður Friðleifsson varamaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Björk Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði: Þór Hauksson Reykdal Ritari.

Dagskrá:

1. 1508017 - Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla
Skólanefnd beinir því til skólastjórnenda að yfirfara umrætt bréf og gefa skólanefnd umsögn um athugasemdir sem fram koma í bréfi ráðuneytisins eða leggja fram tillögur til úrbóta eins fljótt og auðið er.

2. 1504017 - Starfsáætlun skólanefndar
Skólanefnd samþykkir umrædda starfsáætlun.

3. 1507011 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Skólanefnd leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur til að gera tillögur að stefnu Eyjafjarðarsveitar um læsi á grundvelli þjóðarsáttar um læsi. Skólanefnd leggur áherslu á stefnan verði hnitmiðuð og að eftirfylgni sé virkur þáttur í þeirri stefnu.

Skólanefnd leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður á næsta skólanefndarfundi.

4. 1508032 - Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsmanna Krummakots 1.9.2015
Lagt fram til kynningar.

5. 1508029 - Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsfólks Hrafnagilsskóla 1.9.2015
Lagt fram til kynningar.

6. 1508030 - Hrafnagilsskóli - Staða rekstrar 2015
Lagt fram til kynningar.

7. 1508031 - Krummakot - Staða rekstrar 2015
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.00

 

Getum við bætt efni síðunnar?