Skólanefnd

217. fundur 14. nóvember 2014 kl. 09:24 - 09:24 Eldri-fundur

217. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. nóvember 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal ritari, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þór Hauksson Reykdal, Ritari.

Dagskrá:

1. 1411010 - Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd
Skólanefnd felur sveitarstjóra og stjórnendum grunn- og leikskóla að gera ítarlega greiningu á fjárhagsáætlun með hagræðingarsjónarmið að markmiði og leggja fram tillögur fyrir skólanefnd.

2. 1410023 - Meðferð eineltismála í Hrafnagilsskóla
Lagt var fram til tilkynningar ítarleg áætlun um viðbrögð við eineltismálum í Hrafnagilsskóla. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með þetta framtak skólastjórnenda.

3. 1410022 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla skólaárið 2014-2015
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:14

Getum við bætt efni síðunnar?