Skólanefnd

215. fundur 04. júlí 2014 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

 215. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. júlí 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Auður Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  þór Hauksson Reykdal, .


Dagskrá:

1.  1406025 - Kosning varaformanns og ritara nefndarinnar
 Varaformaður var einhljóða kjörinn: Lilja Sverrisdóttir.
Ritari var einhljóða kjörinn: þór Hauksson Reykdal.
   
2.  1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
 Meirihluti skólanefndar styður tillögu sveitarstjórnar.

Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að næring grunnskólabarna á skólatíma verði skoðuð með hliðsjón af hugmyndum um heilsueflandi samfélag.

Minnihluti skólanefndar hvetur sveitarstjórn til að leita allra leiða til að koma skólaakstursmálum í þannig horf að sem viðtækust sátt náist í sveitarfélaginu.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:07

Getum við bætt efni síðunnar?