213. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 11. mars 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hans
Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Auður Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Sigurveig
Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður og Jónas
Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1403009 - PISA rannsóknir
Farið var yfir niðurstöður nýlegrar PISA rannsóknar og rætt um hvað megi bæta í Hrafnagilsskóla.
2. 1211008 - Samræmd próf Hrafnagilsskóla
Niðurstöður samræmdra prófa 2013 voru kynntar og ræddar.
3. 1303007 - Skólapúlsinn
Farið var yfir úrtak úr Skólapúlsinum um stöðumat nemenda um eigin virkni.
4. 1312008 - Skólanefnd - Ytra mat á starfsemi leikskóla
Krummakot sótti um ytra mat á leikskólanum. Sex skólar voru valdir en ekki Krummakot að þessu sinni.
5. 1403008 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla
Fjallað var um drög að skóladagatali fyrir grunn- og leikskóla. Skólanefnd óskar eftir því að skoðað verði til hlýtar
hvort hægt sé að færa skólaslitin aftur til fyrra horfs og halda þau að kvöldi til.
Rætt var um starfsdaga og vetrarfrísdaga í leikskóla, en foreldraráð leggst gegn vetrarfríi og óskar eftir því að starfsdagar
verði frekar heilir en hálfir dagar. ákveðið að gera könnun hjá foreldrum um afstöðu þeirra til vetrarfrísdaga.
6. 1401018 - Styrkbeiðni
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu. Skólanefnd þykir verkefnið áhugavert en styrkir ekki
verkefnið að þessu sinni.
7. 1403010 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Rætt var um verklagsreglur um námsvist utan lögheimilssveitarfélags og ákveðið að kanna hvaða reglur gilda í öðrum
sveitarfélögum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:22