212. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. desember 2013 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson
aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Auður Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi,
Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Sigurveig Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður,
Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1312008 - Skólanefnd - Ytra mat á starfsemi leikskóla
Hugrún sagði frá að Námsmatsstofnun muni láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2014, sbr. lög nr. 90/2008 um
leikskóla, auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla. í matinu felst
að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá.
Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.
Skólanefnd er sammála um að sækja um að slík úttekt fari fram.
2. 1312006 - Skólaskýrsla 2013 - SíS
Lagt fram til kynningar
3. 1312007 - Hagstofutölur
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.