210. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 16. október 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson
aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Jónas
Vigfússon sveitarstjóri, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Sigurveig Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi og Sigrún Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1310011 - Vinnureglur leikskólans Krummakots
Hugrún fór yfir tillögu að vinnureglum varðandi sölu á vistunartímum í leikskólanum. Slíkar reglur hafa ekki verið
í gildi í leikskólanum. Skólanefnd samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum.
2. 1304021 - Fæðisgjald og fjarvera barna
Hugrún fór yfir tillögur að breytingum á reglum varðandi niðurfellingu fæðisgjalda í leikskólanum. Skólanefnd
samþykkir breytingarnar þannig að lámark fjarveru til að fá felld niður fæðisgjöld verði 2 vikur samfellt. Hugrún kynnti
eyðublað vegna fæðis barna með óþol eða aðrar sérþarfir. Lagðar fram breytingar á leikskólasamningi. Samþykkt.
3. 1206012 - Rekstrarkostnaður skóla
Lagt fram til kynningar.
4. 1310010 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla
Hrund kynnti drög að starfsáætlun Hrafnagilsskóla fram til kynningar.
5. 1101007 - Skólanámsskrá Hrafnagilsskóla
Hrund lagði drög að skólanámskrá Hrafnagilsskóla fram til kynningar.
6. 1103014 - Skólaakstur
Skólanefnd ítrekar fyrri afstöðu sína til breytinga á skólaakstri. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að taka tímasetningar
skólaaksturs til endurskoðunar hið allra fyrsta.
7. 1309023 - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50