209. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. september 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson
aðalmaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, þór Hauksson Reykdal
áheyrnarfulltrúi, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Sigurveig Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1309002 - Hrafnagilsskóli - skólabyrjun
Hrund sagði frá skólabyrjun. 173 nemendur hófu nám við skólann í haust. Nemendur síðasta ár voru 185. 50 börn eru
í leikskólanum miðað við 54 á síðasta ári.
2. 1103014 - Skólaakstur
Skólanefnd hefur borist erindi frá foreldrum sem eru óánægðir með breytt fyrirkomulag á skólaakstri. Ekki var haft samráð
við skólanefnd vegna þeirrar ákvörðunnar að flýta skólaakstri. Nefndin vill benda sveitarstjórn á að skv. reglugerð 656/2009
skal sveitarstjórn setja reglur um skólaakstur að fenginni umsögn skólanefndar. það var ekki gert og kynning á þessu breytta fyrirkomulagi kom
mjög seint. Skólanefnd er sammála um að skora á sveitarstjórn að draga þessa ákvörðun um breytta tilhögun skólaaksturs til
baka.
3. 1309003 - Afnot af heimilisfræðistofu
Skólanefnd samþykkir samninginn með lítilsháttar orðalagsbreytingum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20